Rabiot nálgast Man Utd - Mount til sölu - Branthwaite fær stórbættan samning - Kante hefur náð samkomulagi við West Ham
   lau 22. júní 2024 15:30
Ívan Guðjón Baldursson
Newcastle og Everton í viðræðum um tvo leikmenn
Mynd: Getty Images
Newcastle United er í viðræðum við Everton um kaup á framherjanum Dominic Calvert-Lewin.

Calvert-Lewin á aðeins eitt ár eftir af samningi sínum við Everton og hefur Eddie Howe, þjálfari Newcastle, miklar mætur á honum.

Calvert-Lewin er 27 ára gamall og kom að 11 mörkum í 38 leikjum á nýliðnu tímabili.

Óljóst er hversu mikinn pening Everton vill fá fyrir framherjann sinn, en ljóst er að Everton hefur áhuga á efnilegum kantmanni Newcastle og er í viðrðæðum við félagið um kaup á honum.

Sá heitir Yankuba Minteh og er 19 ára gamall en það verður erfitt fyrir Everton að krækja í hann vegna mikils áhuga frá liðum víða um Evrópu.
Athugasemdir
banner
banner
banner