Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
Haraldur Freyr: Leikurinn spilast eins og við vildum
Höskuldur: Fannst þeir ofan á í grunnatriðum leiksins
Sami Kamel: Þurftum bara að beisla þessa jákvæðu orku
Dóri Árna: Ótrúlega andlaust og ekki líkt liðinu sem ég þekki
Hallgrímur Jónasson: Við stöndum saman sem lið
Árni Freyr: Mér fannst þetta vera víti
Breki Baldurs: Ég er mjög hrifinn af þessu kerfi
Arnar Gunnlaugs: Ótrúlegasta mark sem ég hef séð á þessum velli
Sveinn Þór: Ég held að við höfum aðeins sjokkerað þá pínulítið
Baldvin Borgars: Virkilega sáttur með frammistöðuna hjá mínum mönnum
Rúnar Kristins: Þeir lögðu mikla vinnu í þetta og veittu okkur mjög erfiðan leik
Jökull: Pirrandi leikur
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
Nýir tímar í Laugardalnum - „Finnst bara tilvalið að með því fylgi nýtt merki“
Haukur Páll: Ekki spurning um að koma mönnum fyrir
Heimir Guðjóns: Hefði verið gult spjald í fyrra
Gylfi Þór: Skrítið að spila gegn liði sem ég var hjá í 10 ár
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
   sun 22. júlí 2018 18:44
Ármann Örn Guðbjörnsson
Ejub Purisevic: Feginn að ná að sigra leikinn
Verð að hrósa ÍR liðinu fyrir þeirra skipulag
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Víkingur Ólafsvík vann dramatískan sigur á ÍR eftir að hafa skorað sigurmark úr vítaspyrnu seint í uppbótartíma. Emmanuel Eli Keke skoraði úr vítaspyrnunni eftir að Vignir Snær hafði krækt í vítaspyrnu. Víkingar lyftu sér upp í annað sæti deildarinnar, tveimur stigum frá toppliði HK sem koma einmitt í heimsókn til Ólafsvíkur í næstu umferð.

Lestu um leikinn: Víkingur Ó. 2 -  1 ÍR

"Þetta var alveg að sigla í jafntefli en svo fáum við vítið og það er bara mjög gott að fá þrjú stig. Ég verð að hrósa ÍR liðinu, þeir voru mjög skipulagðir og vissu nánast alltaf hvað við ætluðum að gera. Það var mjög erfitt fyrir okkur að skapa færi og á sama tíma voru þeir mjög hættulegir þegar þeir unnu boltann"

Gonzalo Zamarano tók út leikbann í dag og Ívar Reynir og Ingibergur Kort á meiðslalistanum og því þurfti Kwame Quee að spila sem fremsti maður í dag. Ejub tók undir það að það hafi sést vel að sínir menn væru án framherja í leiknum.

"Það var mjög erfitt að spila uppi og þú sérð þegar menn eru ekki vanir að vera fremstir þá eru þeir alltaf að fara í aðrar stöður til að fá boltann og þegar við náum að sækja upp og fáum tækifæri til að koma boltanum fyrir þá var alltaf bara einn eða ekki neinn í boxinu"

Ejub segist ætla að reyna fá framherja í glugganum en Ólsarar ætla bara að reyna að gera það besta úr þessu sumari

Viðtalið má sjá í heild sinni hér að ofan
Athugasemdir
banner