Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   fim 22. júlí 2021 18:04
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Byrjunarliðið hjá Val gegn Bodö/Glimt: Fjórar breytingar
Kaj Leo kemur inn.
Kaj Leo kemur inn.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Alfons byrjar hjá Noregsmeisturnum.
Alfons byrjar hjá Noregsmeisturnum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Íslandsmeistarar Vals mæta í kvöld norsku meisturnum í Bodö/Glimt í 2. umferð forkeppni Sambandsdeildarinnar.

Byrjunarliðin eru klár. Alfons Sampsted er í byrjunarliðinu hjá Noregsmeisturunum.

Valur gerir fjórar breytingar frá tapleiknum gegn ÍA síðasta laugardag. Birkir Heimisson, Rasmus Christiansen Guðmundur Andri Tryggvason og Kaj Leo í Bartalsstovu koma inní byrjunarliðið fyrir Orra Sigurð Ómarsson, Almarr Ormarsson, Sigurð Egil Lárusson og Andra Adolphsson.

Smelltu hér til að fara í beina textalýsingu.

Byrjunarlið Vals:
1. Hannes Þór Halldórsson (m)
2. Birkir Már Sævarsson
3. Johannes Vall
4. Christian Köhler
5. Birkir Heimisson
6. Sebastian Hedlund
9. Patrick Pedersen
10. Kristinn Freyr Sigurðsson
13. Rasmus Christiansen
14. Guðmundur Andri Tryggvason
77. Kaj Leo í Bartalsstovu

Hannes Þór Halldórsson, markvörður Vals, var í viðtali við Fótbolta.net fyrr í vikunni. Þar sagði hann:

„Ég held að möguleikarnir séu alveg ágætir en ég held að þetta sé lið sem kemur öðruvísi inn í þetta heldur en mörg af þessum stóru liðum sem íslensku liðin hafa mætt. Það hefur stundum verið þannig að ákveðnir hlutir eru íslenska liðinu í hag, eins og að liðin séu ekki á miðju tímabili, mögulega ákveðið vanmat og hitt liðið fílar ekki gervigrasið og svona."

„En Bodö/Glimt er á miðju tímabili og er lið á þeirri stærðargráðu að þeir bera virðingu fyrir okkur sem andstæðingi og finnst gaman að vera í Evrópukeppni. Þeir spila á gervigrasi sjálfir og ég held að það verði mjög erfitt að eiga við þá. Miðað við styrkleikana á liðunum þá eigum við möguleika," sagði Hannes.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner