Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   fim 22. júlí 2021 14:57
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Mynd: Ceballos meiddist á ökkla gegn Egyptum
Mynd: Getty Images
Dani Ceballos hafði átt góðan fyrri hálfleik með spænska landsliðinu þegar það mætti því egypska í fyrstu umferð riðlakeppninnar á Ólympíuleikunum í dag.

Undir lok hálfleiks steig Taher Mohamed á vinstri ökklan á Ceballos. Ceballos gat ekki haldið leik áfram og bólgnaði ökklinn svakalega. Mohamed fékk að líta gula spjaldið fyrir og var atvikið skoðað í VAR.

Spánverjar misstu einnig Oscar Mingueza af velli í fyrri hálfleik.

„Við höfum mestar áhyggjur af þeim," sagði þjálfari spænska landsliðsins eftir jafnteflið.

Spánn mun einnig mæta Argentínu og Ástralíu í riðlinum.

Ceballos lék á láni með Arsenal á síðustu leiktíð en hann er 24 ára miðjumaður sem samningsbundinn er Real Madrid.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner