Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   fim 22. júlí 2021 20:00
Ívan Guðjón Baldursson
Newcastle selur Lejeune til Alaves (Staðfest)
Mynd: Getty Images
Franski miðvörðurinn Florian Lejeune hefur yfirgefið Newcastle United eftir fjögur ár hjá félaginu.

Lejeune, sem var samningsbundinn Manchester City um tíma, spilaði 42 úrvalsdeildarleiki fyrir Newcastle. Þeir komu flestir undir stjórn Rafael Benitez en varnarmaðurinn missti sæti sitt í liðinu þegar Steve Bruce tók við.

Lejeune lék 24 leiki með Alaves í efstu deild spænska boltans á síðustu leiktíð og er genginn til liðs við félagið. Hann átti eitt ár eftir af samningi sínum við Newcastle og var hleypt til Spánar ódýrt.

Lejeune þótti efnilegur og spilaði sjö leiki fyrir U20 landslið Frakklands þegar hann var leikmaður Villarreal.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner