Frimpong orðaður við Liverpool - City reynir við Reijnders - Man Utd ætlar ekki að losa sig við Amorim
   mán 22. júlí 2024 11:00
Elvar Geir Magnússon
Ten Hag hrósaði Sancho sem er orðaður við PSG
Jadon Sancho lék aftur fyrir Manchester United undir stjórn Erik ten Hag um helgina. Eitthvað sem fáir bjuggust við að sjá.

Sancho var í byrjunarliði United í vináttuleik gegn Rangers um helgina, sem Rauðu djöflarnir unnu 2-0, og Ten Hag hrósaði honum eftir leik, sagði að hann hefði spilað gríðarlega vel.

Sancho var lánaður til Borussia Dortmund í janúar eftir deilur við Ten Hag. En þeir áttu saman sáttafund í sumar og ákveðið var að grafa stríðsöxina. Þessi 24 ára leikmaður hefur æft með United síðan undirbúningstímabilið fór af stað.

Þó sáttafundurinn hafi heppnasr vel þá er framtíð Sancho í óvissu. Franskir fjölmiðlar segja að Paris Saint-Germain hafi áhuga á að fá leikmanninn og gæti gert tilboð.

Ten Hag mun ekki ráða því einn hvort Sancho verði áfram eða verði seldur. Sá sem hefur mestu völd í þeim efnum er íþróttastjórinn Dan Ashworth.

Manchester United hefur verið orðað við tvo leikmenn PSG, Manuel Ugarte og Xavi Simons, og spurning hvort skiptidíll gæti verið í kortunum?
Athugasemdir
banner
banner