Tuchel og Terzic orðaðir við Man Utd - Sudakov til Lundúna? - Framherji Arsenal til Gladbach
Erfitt að spila eftir fráfall vinar síns - „Virkilega erfitt að skilja þetta"
Stefán Teitur: Man ekki eftir svona stjórnun hér í langan tíma
Hetja kvöldsins vön að skora utanfótar snuddur - „Ég er náttúrulega bara bakvörður"
Hákon Rafn: Logi maður! Hann tapar ekki á þessum velli
Gylfi Sig: Æfðum á frábæru grasi hjá FH
Valgeir: Hægri kantmaðurinn í Tottenham og þeir kunna öll brögð
Jóhann Berg: Með því betra sem við höfum séð á Laugardalsvelli í mörg ár
Arnór Ingvi: Það voru vel valin orð
Orri Steinn: Búinn að vera kenna honum aðeins upp á herbergi
Jón Dagur: Orðinn pirraður á þeim
Ólafur Ingi: Allir landsleikir mikilvægir
Logi Hrafn: Við vissum að þetta væri erfiður leikur
Andri Fannar: Hefur verið heiður að vera fyrirliði þessa liðs
Logi alltaf á milljón: Gerir mjög mikið fyrir minn haus
Alls ekki blendnar tilfinningar - „Held mjög mikið með Stebba"
Sverrir gerði ekki alla ánægða með skiptunum - „Það var lífsreynsla"
Útilokar ekki heimkomu - „Markmiðið mitt að komast á hærri stað"
Sér ekki fyrir sér núna að spila fyrir annað félag á Íslandi - Stefnir út
Ólafur Ingi: Ótrúlegt að þeir séu ekki enn með stig í riðlinum
Orri Steinn um lífið á Spáni: Kærastan passar upp á mig
   fim 22. ágúst 2024 21:01
Þorsteinn Haukur Harðarson
Aron Elís: Það stærsta á mínum ferli
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

"Ég er bara gríðarlega sáttur. Þetta er það sem við ætluðum okkur, að setja tóninn hérna heima, og mér fannst við gera það," sagði Aron Elís Þrándarson, leikmaður Víkings, eftir 5-0 sigur gegn Santa Coloma í fyrri leik liðana í einvíginu um laust sæti í Sambandsdeildinni. 


Lestu um leikinn: Víkingur R. 5 -  0 Santa Coloma

"Þetta lítur mjög vel út, ég viðurkenni það. En þú veist að ég er aldrei að fara að segja að þetta sé komið. Við erum klárir í seinni leikinn og það eru líka Evrópustig í boði þar upp á styrkleikaröðun."

Nú fá Víkingar langþráða vikuhvíld á milli leikja. "Það er mjög gott að fá hvíld núna. Það eru einhverjir búnir að vera tæpir og í smá brasi þannig að það er mjög mikilvægt að fá þessa viku."

Víkingar klúðruðu tveimur vítum í leiknum. Aron klikkaði á öðru þeirra. Situr það í honum? "Já aðeins en við unnum 5-0 og þá líður mér betur. Ég og Valdi tökum þetta á okkur og svo bara áfram gakk."

Aron kom heim í Víking í fyrra eftir áratug í atvinnumennsku. Hann segir að það að koma uppeldisfélaginu í Sambandsdeildina myndi trompa allt annað. "Ég var í 10 ár úti. Að vera í Evrópu með uppeldisklúbbnum er miklu stærra en það fyrir mér. Að komast í úrslitakeppnina í Sambandsdeildinni yrði það stærsta á mínum ferli. "

"Þetta lítur vel út. Núna klárum við að fókusa á þetta einvígi og svo er bara hörku einvígi við Blika og Val í deildinni.


Athugasemdir
banner
banner