HK og KR eigast við í frestuðum leik í Bestu deild karla í Kórnum í kvöld og þá eru fimm leikir í Lengjudeildunum.
Leik HK og KR var á dögunum frestað eftir að kom í ljós að annað markið var brotið. Framkvæmd leiksins hefur verið mikið til umræðu, en KR-ingar kærðu málið til KSÍ og fóru fram á að þeim yrði dæmdur 3-0 sigur.
KSÍ hafnaði kærunum en KR-ingar hafa áfrýjað málinu til aga- og úrskurðarnefndar.
Leikurinn fer samt sem áður fram í kvöld en hann hefst klukkan 20:00.
Tveir leikir eru í Lengjudeild karla. Njarðvík fær Gróttu í heimsókn á meðan topplið Fjölnis tekur á móti ÍR.
Þrír leikir eru spilaðir í Lengjudeild kvenna. Selfoss og ÍBV mætast í suðurlandsslag. ÍR tekur á móti HK og þá mætast ÍA og Afturelding.
Leikir dagsins:
Besta-deild karla
20:00 HK-KR (Kórinn)
Lengjudeild karla
18:00 Njarðvík-Grótta (Rafholtsvöllurinn)
18:00 Fjölnir-ÍR (Extra völlurinn)
Lengjudeild kvenna
18:00 Selfoss-ÍBV (JÁVERK-völlurinn)
18:00 ÍR-HK (ÍR-völlur)
18:00 ÍA-Afturelding (Akraneshöllin)
4. deild karla
18:00 Kría-KFS (Vivaldivöllurinn)
19:15 KÁ-Árborg (BIRTU völlurinn)
19:15 KH-Hamar (Valsvöllur)
5. deild karla - A-riðill
20:00 Úlfarnir-Álafoss (Framvöllur)
20:00 Álftanes-Léttir (OnePlus völlurinn)
Stöðutaflan
| L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
| 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | |
Athugasemdir



