Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   sun 22. september 2019 19:22
Brynjar Ingi Erluson
Lampard: Við vorum betra liðið í dag
Frank Lampard
Frank Lampard
Mynd: Getty Images
Frank Lampard, stjóri Chelsea, telur að liðið hafi verið betri aðilinn í 2-1 tapinu gegn Liverpool í dag.

Chelsea spilaði flottan bolta gegn Liverpool en tvö mörk skildu liðin að í hálfleik. Trent Alexander-Arnold kom Liverpool yfir en Cesar Azpilicueta virtist jafna um miðjan fyrri hálfleikinn en markið var dæmt af þar sem Mason Mount var rangstæður í aðdragandanum.

„Við vorum betra liðið ef við horfum á frammistöðuna. Það var meiri orka, karakter og andi í okkar leik. Þess vegna klöppuðu stuðningsmenn fyrir okkur í lok leiks og við tökum þetta með okkur í næsta leik," sagði Lampard.

„Ég vil meina það að þetta jafnist út og að svona dómar falli með okkur í einhverjum leik en það var hægt að sjá að Mason var aðeins fyrir innan í aðdragandanum."

„Við verðum bara að halda áfram. Þetta er auðvitað leiðinlegt þegar það kemur að því fagna mörkum og njóta augnabliksins en við erum að leitast eftir því að fá réttar ákvarðanir og þannig er þetta bara. Þetta breytir andrúmsloftinu á leikvanginum og á vellinum. Við vorum niðurlútir með þetta og Liverpool fær aukinn kraft við þetta en við áttum skilið að jafna leikinn."
sagði Lampard.

Chelsea má ekki versla leikmenn fyrr en næsta sumar en Lampard sér jákvæðar og neikvæðar hliðar við það. Jákvæða hliðin er sú að leikmenn úr akademíunni fá tækifærið en í dag meiddust þeir Andreas Christensen og Emerson Palmieri.

„Fólk er að segja að þetta félagaskiptabann sé slæmt fyrir Chelsea en til lengri tíma þegar við erum með menn eins og Tomori, Mount og Tammy þá verður þetta vonandi bara gott fyrir okkur en þetta er auðvitað vont ef við miðum við hvað gerðist í dag," sagði Lampard í lokin.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner