sun 22. september 2019 16:01
Brynjar Ingi Erluson
Pepsi Max-deildin: KR vann FH - Grindavík fallið
KR vann FH á Meistaravöllum í dag
KR vann FH á Meistaravöllum í dag
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Grindavík er fallið úr deildinni
Grindavík er fallið úr deildinni
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
21. umferð Pepsi Max-deildar karla lauk í dag en KR vann FH 3-2 á meðan Grindavík gerði 2-2 jafntefli við Val. Grindavík er fallið úr deildinni.

KR-ingar tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn í síðustu umferð og stóðu því leikmenn FH heiðursvörð fyrir leikinn í dag en KR hélt áfram góðu gengi liðsins með 3-2 sigri í dag.

Steven Lennon kom FH yfir á 10. mínútu leiksins. Jónatan Ingi Jónsson átti gott skot sem fór undir Beiti Ólafsson í markinu en Skúli Jón Friðgeirsson náði að bjarga á línu. Hann hreinsaði þó boltann á Steven Lennon sem skaut boltanum í þaknetið og FH-ingar komnir yfir.

Það tók Tobias Thomsen sex mínútur að jafna metin en Óskar Örn Hauksson átti þá fyrirgjöf á kollinn á Tobias sem kom boltanum í netið. Finnur Tómas Pálmason kom KR yfir aðeins tveimur mínútum síðar með skalla eftir hornspyrnu Pablo Punyed. Finnur að skora annað mark sitt í sumar en fyrra markið kom einmitt líka gegn FH.

Lennon jafnaði fyrir FH í upphafi síðari hálfleiks en Jónatan Ingi átti þá sendingu á Lennon sem afgreiddi boltann í netið. Fimm mínútum síðar braut Cedric D'Ullivo á Óskari Erni innan teigs en Pálmi Rafn Pálmason tók vítið og skoraði. Lokatölur 3-2 og Evrópusæti FH-inga í hættu.

Grindavík gerði á meðan 2-2 jafntefli við Val en þau úrslit þýða það að Grindavík er fallið úr deild þeirra bestu. Haukur Páll Sigurðsson kom Val yfir í byrjun leiks en Vladan Djogatovic, markvörður, gerði sig sekan um slæm mistök og missi auðveldan bolta undir sig og í netið.

Sigurður Bjartur Hallsson jafnaði fyrir Grindavík undir lok fyrri hálfleiks og von Grindavík því á lífi. Aron Jóhannsson kom Grindavík yfir þegar tuttugu mínútur voru eftir en Sigurður Egill Lárusson gerði út um vonir Grindvíkinga með marki úr aukaspyrnu á 81. mínútu. Þrátt fyrir þunga pressu Grindvíkinga undir lokin tókst liðinu ekki að skora þriðja markið og lokatöur 2-2. Grindavík er fallið úr Pepsi Max-deildinni á meðan Valur og Víkingur R. halda sæti sínu.

HK og ÍA gerðu 1-1 jafntelfi. Arnþór Ari Atlason kom HK yfir á 56. mínútu áður en Tryggvi Hrafn Haraldsson jafnaði úr víti undir lok leiks. ÍBV gerði þá 1-1 jafntefli við Breiðablik. Höskuldur Gunnlaugsson kom Blikum yfir á 22. mínútu en það var auðvitað Gary Martin sem gerði mark ÍBV úr víti á 30. mínútu og Gary orðinn næst markahæstur fyrir lokaumferðina með 12 mörk úr 14 leikjum en hann hefur spilað færri leiki en Thomas Mikkelsen sem er einnig með 12 mörk.

Víkingur R. tapaði 3-2 fyrir KA. Víkingur var í hættu á að falla fyrir þennan leik en geta þó þakkað Völsurum fyrir þeirra framlag. Hallgrímur Mar Steingrímsson og Elfar Freyr Aðalsteinsson komu KA í 2-0 áður en Guðmundur Andri Tryggvason minnkaði muninn í 2-1. Hallgrímur Mar gerði annað mark sitt á 65. mínútu áður en Kwame Quee minnkaði muninn undir lok leiks.

Stjarnan á þá enn möguleika á Evrópusæti eftir 4-1 sigur á Fylki en ekki byrjaði það vel fyrir Stjörnuna. Elís Rafn Björnsson, fyrrum leikmaður Fylkis, varð fyrir því óláni að skora í eigið net á 50. mínútu áður en allar flóðgáttir opnuðust hjá Stjörnumönnum.

Hilmar Árni Halldórsson ákvað að setja í næsta gír og jafnaði metin áður en hann lagði upp mark fyrir Martin Rauschenberg. Hilmar bætti við þriðja markinu úr víti á 55. mínútu og svo ákvað Elís Rafn að bæta upp fyrir mistök sín og leggja upp mark fyrir Sölva Snær Guðbjargarson á 69. mínútu. Lokatölur 4-1 fyrir Stjörnumönnum sem eru aðeins tveimur stigum á eftir FH fyrir lokaumferðina.

Hilmar Árni er með 13 mörk og nú markahæstur í deildinni fyrir lokaumferðina.

Úrslit og markaskorarar:

0-1 Steven Lennon ('10 )
1-1 Tobias Bendix Thomsen ('16 )
2-1 Finnur Tómas Pálmason ('18 )
2-2 Steven Lennon ('49 )
3-2 Pálmi Rafn Pálmason ('54 , víti)

Víkingur R. 2 - 3 KA
0-1 Hallgrímur Mar Steingrímsson ('38 )
0-2 Elfar Árni Aðalsteinsson ('53 )
1-2 Guðmundur Andri Tryggvason ('58 )
1-3 Hallgrímur Mar Steingrímsson ('65 )
2-3 Kwame Quee ('91 )

HK 1 - 1 ÍA
1-0 Arnþór Ari Atlason ('56 )
1-1 Tryggvi Hrafn Haraldsson ('89 , víti)

Grindavík 2 - 2 Valur
0-1 Haukur Páll Sigurðsson ('15 )
1-1 Sigurður Bjartur Hallsson ('40 )
2-1 Aron Jóhannsson ('69 )
2-2 Sigurður Egill Lárusson ('81 )

ÍBV 1 - 1 Breiðablik
0-1 Höskuldur Gunnlaugsson ('22 )
1-1 Gary John Martin ('30 , víti)

Fylkir 1 - 5 Stjarnan
1-0 Elís Rafn Björnsson ('50 , sjálfsmark)
1-1 Hilmar Árni Halldórsson ('52 )
1-2 Martin Rauschenberg Brorsen ('54 )
1-3 Hilmar Árni Halldórsson ('55 , víti)
1-4 Sölvi Snær Guðbjargarson ('69 )


Úrslit og markaskorarar:


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner