Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   sun 22. september 2019 21:00
Brynjar Ingi Erluson
Spánn Benzema afgreiddi Sevilla - Bilbao á toppinn
Karim Benzema skoraði eina mark Real Madrid
Karim Benzema skoraði eina mark Real Madrid
Mynd: Getty Images
Willian Jose skoraði tvö fyrir Sociedad
Willian Jose skoraði tvö fyrir Sociedad
Mynd: Getty Images
Fimm leikir fóru fram í spænska boltanum í dag en Real Madrid vann 1-0 sigur á Sevilla í toppslag.

Athletic Bilbao lagði Deportivo Alaves 2-0. Raul Garcia kom Bilbao yfir á 38. mínútu með marki úr víti áður en Iker Muniain tryggði sigurinn á 72. mínútu. Bilbao fer á toppinn með sigrinum.

Willian Jose gerði þá tvö mörk er Real Sociedad vann Espanyol 3-1. Sænski framherjinn Alexander Isak komst einnig á blað en hann kom til Sociedad frá Borussia Dortmund í sumar.

Getafe vann Mallorca 4-2 og þá gerði Valencia og Leganes 1-1 jafntefli.

Franski framherjinn Karim Benzema skoraði þá eina markið er Real Madrid vann topplið Sevilla 1-0. Benzema er kominn með 5 mörk í 5 deildarleikjum og hefur farið gríðarlega vel af stað á þessari leiktíð.


Athletic 2 - 0 Alaves
1-0 Raul Garcia ('38 , víti)
2-0 Iker Muniain ('72 )


Espanyol 1 - 3 Real Sociedad
0-1 Willian Jose ('18 )
0-2 Willian Jose ('34 )
1-2 Joseba Zaldua ('71 , sjálfsmark)
1-3 Aleksander Isak ('75 )


Getafe 4 - 2 Mallorca
1-0 Iddrisu Baba ('7 , sjálfsmark)
2-0 Jorge Molina ('33 , víti)
3-0 Allan Nyom ('63 )
3-1 Ante Budimir ('70 )
3-2 Ante Budimir ('77 )
4-2 Angel Rodriguez ('84 )


Sevilla 0 - 1 Real Madrid
0-1 Karim Benzema ('64 )


Valencia 1 - 1 Leganes
1-0 Daniel Parejo ('21 , víti)
1-1 Oscar ('35 )
Athugasemdir
banner