banner
   fim 22. september 2022 14:58
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Laugardalsvelli
„Bayern hefur ekki hugmynd þannig að ég veit það varla"
Icelandair
Karólína Lea Vilhjálmsdóttir.
Karólína Lea Vilhjálmsdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Karólína Lea Vilhjálmsdóttir, leikmaður þýska stórveldisins Bayern München, er ekki í landsliðshópnum fyrir leikinn mikilvæga í umspilinu fyrir HM.

Leikurinn fer fram þann 11. október næstkomandi og kemur til með að ráða því hvort Ísland fer á HM í fyrsta sinn eða ekki. Andstæðingurinn verður Belgía eða Portúgal.

Karólína missti af síðasta verkefni vegna meiðsla og er enn fjarri góðu gamni.

Karólína Lea er einn mikilvægasti leikmaður liðsins þrátt fyrir ungan aldur. Það eru auðvitað vond tíðindi að hún sé ekki með.

„Ég tala mjög reglulega við Karólínu og talaði síðast við hana í fyrradag. Ég get raunverulega ekkert svarað til um það hvenær hún verður tilbúin. Bayern getur það ekki heldur. Þetta er í einhverju ferli sem er verið að vinna með. Það er engin tímalína þessu. Menn voru að vonast eftir því að þetta væri sex vikna dæmi, en það kom í ljós strax í byrjun að þetta yrði lengra en það," sagði Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari, á fréttamannafundi.

„Þetta er eitthvað sem verður að koma í ljós. Bayern hefur ekki hugmynd og ég veit það varla."

Markverðirnir Cecilía Rán Rúnarsdóttir og Telma Ívarsdóttir eru þá enn meiddar.

Sjá einnig:
„Ákvörðun sem Bayern taldi að þyrfti að taka og Karólína líka"
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner