Alonso, Neto, Eze, Greenwood, Ramaj, Alli, Son og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   fös 22. september 2023 19:47
Ívan Guðjón Baldursson
Gylfi Þór: Mikill léttir að vera mættur aftur á völlinn
Mynd: Lyngby

Gylfi Þór Sigurðsson kom við sögu í 1-1 jafntefli Lyngby gegn Vejle í danska boltanum í dag og svaraði spurningum fréttamanna að leikslokum.


„Það var skrýtið að vera mættur aftur á völlinn en það var verulega gott. Þetta er mikill léttir eftir að hafa lagt mikla vinnu á mig undanfarnar vikur," sagði Gylfi við Viaplay að leikslokum.

Gylfi segist enn eiga nokkuð í land til að geta spilað heilan fótboltaleik en hann er orðinn 34 ára gamall og hefur ekki spilað í atvinnumennsku síðan í maí 2021.

„Ég er enn langt frá mínu besta þegar kemur að líkamsástandi, það er mikil vinna framundan ef ég ætla að komast í toppstand.

„Ég er persónulega mjög ánægður en sem lið þá erum við svekktir með að hafa misst forystuna niður og gert jafntefli."

Lyngby hefur farið vel af stað á nýju tímabili í efstu deild danska boltans og er með 12 stig eftir 9 umferðir.


Athugasemdir
banner
banner
banner