Chelsea verðmetur Jackson á 100 milljónir punda - Rashford efstur á óskalista Barcelona - Sancho til Juventus?
   þri 22. október 2019 20:29
Ívan Guðjón Baldursson
Mbappe bætti met Messi
Kylian Mbappe kom inn af bekknum og skoraði skömmu síðar í leik PSG gegn Club Brugge, en liðin eru að spila þessa stundina í Belgíu.

Þetta var fimmtánda mark Mbappe í Meistaradeildinni og er hann þar með orðinn yngsti leikmaður keppninnar til að ná þessum áfanga.

Hann bætti met Lionel Messi sem var 21 árs og 289 daga gamall þegar hann skoraði sitt fimmtánda Meistaradeildarmark. Mbappe er rúmlega ári yngri en Messi var, eða 20 ára og 284 daga gamall.

Enginn annar leikmaður í sögu Meistaradeildarinnar hefur skorað 15 mörk fyrir 21 árs afmælisdaginn.
Athugasemdir
banner
banner