Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fim 22. október 2020 08:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Ofurdeildin mun eyðileggja fótboltann"
Figo var frábær fótboltamaður.
Figo var frábær fótboltamaður.
Mynd: Getty Images
Luis Figo, fyrrum leikmaður Barcelona og Real Madrid meðal annars, er ekki hrifinn af nýrri hugmynd um ofurdeild í Evrópu.

Liverpool og Manchester United eru í viðræðum um að stofna nýja ofurdeild með stærstu félögum Evrópu.

Samkvæmt frétt Sky gæti deildin hafið göngu sína árið 2022 en stærstu liðin í Englandi, Frakklandi, Þýskalandi, Ítalíu og Spáni gætu tekið þátt.

Um yrði að ræða 18 liða deild sem myndi síðan enda á úrslitakeppni þar sem bestu liðin myndu fá hundruðir milljóna punda í verðlaunafé.

Figo segir að þessi hugmynd sé ekki góð. „Það sem ég hef lesið um þessa ofurdeild, þá mun hún eyðileggja fótboltann eins og við þekkjum hann. Þetta snýst allt um græðgi og að halda leiknum fyrir nokkur elítufélög," segir Figo sem er mjög á móti þessari hugmynd.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner