Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fim 22. október 2020 10:16
Magnús Már Einarsson
Valgeir sáttur hjá Brentford - Ætlar að standa sig og komast í aðalliðið
Valgeir Valgeirsson
Valgeir Valgeirsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Valgeir Valgeirsson skoraði tvö mörk og lagði upp eitt í frumraun sinni með B liði Brentford í vikunni. Liðið vann þá Hendon 6-2.

„Þetta var frábær sigur," sagði Valgeir eftir leikinn en hann fór á kostum í fyrri hálfleik og hjálpaði Brentford að ná 6-0 forystu,

„Ég hef aldrei lent í þessu áður. Það var skrýtið að vera 6-0 yfir í hálfleik en við þurfum að læra af þessu og missa ekki einbeitingu í seinni hálfleik," sagði Valgeir en hann spilaði hægra meginn í fremstu víglínu í 3-4-3 leikkerfi Brentford.

„Ég er í fyrsta skipti að spila þetta kerfi á ævi minni. Ég er mjög ánægður með frammistöðu mína og frammistöðu liðsins."

Hinn 18 ára gamli Valgeir kom til Brentford á láni frá HK á dögunum og er sáttur hjá félaginu.

„Ég hef notið þess mjög vel hingað til. Strákarnir hfa hjápað mér að aðlagast og boðið mig velkominn. London er frábær staður og ég get ekki beðið eftir að spila fleiri leiki með liðinu."

„Brentford hefur fylgst með mér síðan í janúar. Áður en félagaskiptaglugginn lokaði hringdu þeir í umboðsmann minn og sögðust vilja fá mig. Ég ákvað að velja Brentford því að ef þú stendur þig vel með B liðinu þá færðu tækifæri með aðalliðinu. Ef ég held áfram mun ég fá tækifæri með aðalliðinu og þess vegna valdi ég Brentford."


Athugasemdir
banner
banner
banner