banner
   fös 22. október 2021 11:16
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Líklegt byrjunarlið Íslands í kvöld - Tvær breytingar?
Icelandair
Guðrún Arnardóttir á landsliðsæfingu í gær.
Guðrún Arnardóttir á landsliðsæfingu í gær.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Í kvöld mætir Íslands liði Tékklands í undankeppni HM. Leikurinn hefst klukkan 18:45 og fer fram á Laugardalsvelli. Hægt er að kaupa miða á Tix.is með því að smella hér.

Gætu orðið breytingar
Býstu við því að gera margar breytingar á byrjunarliðinu frá leiknum gegn Hollandi?

„Já, það getur vel verið. Það kemur í ljós bara, liðið verður hugsanlega eitthvað breytt en gæti svo sem verið það sama," sagði landsliðsþjálfarinn á fréttamannafundi í gær. Hann sagði einnig að allir leikmenn væru klárir í slaginn.

Fótbolti.net setti saman líklegt byrjunarlið íslenska liðsins í leiknum í kvöld. Fótbolti.net spáir tveimur breytingum á liðinu frá leiknum gegn Hollandi í september.

Inn í liðið koma þær Guðrún Arnardóttir og Karólína Lea Vilhjálmsdóttir. Á bekkinn fara þær Agla María Albertsdóttir og Ingibjörg Sigurðardóttir.

Líklegt byrjunarlið Íslands:
Sandra Sigurðardóttir

Guðný Árnadóttir
Glódís Perla Viggósdóttir
Guðrún Arnardóttir
Hallbera Guðný Gísladóttir

Alexandra Jóhannsdóttir
Dagný Brynjarsdótir
Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir (fyrirliði)

Sveindís Jane Jónsdóttir
Berglind Björg Þorvaldsdóttir
Karólína Lea Vilhjálmsdóttir
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner