Mörg stór félög hafa áhuga á Mainoo - Toney og Rodrygo á óskalista Tottenham - Martínez ekki lengur varafyrirliði Villa
banner
   fös 22. nóvember 2019 13:28
Elvar Geir Magnússon
Pogba og McTominay á meiðslalista Man Utd
Sheffield United og Manchester United eigast við í ensku úrvalsdeildinni á sunnudag. Það eru mikilvæg stig í boði en Sheffield er í fimmta sæti, stigi á undan Manchester liðinu.

Ole Gunnar Solskjær, stjóri Manchester United, sat fyrir svörum á fréttamannafundi í dag. Hann var spurður út í stöðuna á Paul Pogba en franski landsliðsmaðurinn hefur ekki spilað síðan í september vegna ökklameiðsla.

„Hann fór í aðra myndatöku í byrjun landsleikjagluggans og þetta hefur ekki gróið alveg enn. En hann er að taka skref í rétta átt. Það eru samt enn nokkrar vikur í hann, vonandi sjáum við hann aftur á árinu 2019," segir Solskjær.

Scott McTominay er einnig á meiðslalistanum.

„Scotty er meiddur á ökkla og verður frá í tvær vikur, Marcos Rojo er einnig meiddur en Axel Tuanzebe, Luke Shaw og Nemanja Matic eru farnir að æfa aftur. Þeir eru kannski ekki orðnir leikfærir en það er að fjölga á æfingum."
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 10 8 1 1 18 3 +15 25
2 Man City 10 6 1 3 20 8 +12 19
3 Liverpool 10 6 0 4 18 14 +4 18
4 Sunderland 10 5 3 2 12 8 +4 18
5 Bournemouth 10 5 3 2 17 14 +3 18
6 Tottenham 10 5 2 3 17 8 +9 17
7 Chelsea 10 5 2 3 18 11 +7 17
8 Man Utd 10 5 2 3 17 16 +1 17
9 Crystal Palace 10 4 4 2 14 9 +5 16
10 Brighton 10 4 3 3 17 15 +2 15
11 Aston Villa 10 4 3 3 9 10 -1 15
12 Brentford 10 4 1 5 14 16 -2 13
13 Newcastle 10 3 3 4 10 11 -1 12
14 Everton 10 3 3 4 10 13 -3 12
15 Fulham 10 3 2 5 12 14 -2 11
16 Leeds 10 3 2 5 9 17 -8 11
17 Burnley 10 3 1 6 12 19 -7 10
18 West Ham 10 2 1 7 10 21 -11 7
19 Nott. Forest 10 1 3 6 7 19 -12 6
20 Wolves 10 0 2 8 7 22 -15 2
Athugasemdir
banner