Færist nær því að yfirgefa Man Utd - Barca ætlar að kaupa Rashford - Newcastle hefur áhuga á Ederson
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
   lau 23. janúar 2021 15:18
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Siggi Raggi: Margt sem við getum lært á leiknum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þeir eru komnir lengra en við og það var mikill munur á liðunum í dag," sagði Sigurður Ragnar Eyjólfsson, annar af aðalþjálfurum Keflavíkur, eftir 6-1 tap gegn Breiðabliki í Fótbolta.net mótinu í dag.

Keflavík, sem leikur í Pepsi Max-deildinni næsta sumar, vann FH 2-1 um síðustu helgi en var kippt niður á jörðina í dag.

„Það er margt sem við getum lært á leiknum. Það er ágætt stundum að fá á kjaftinn og sjá hvað maður getur bætt sig í og lært af. Við vitum að Blikarnir eru sennilega besta 'possession' liðið á Íslandi í dag, eru taktískt góðir og með ótrúlega breiðan leikmannahóp. Við vorum í smá basli í dag."

„Það eru margir mánuðir í mót ennþá, og nægur tími til að styrkja liðið. Okkur vantar svo sem okkar erlendu leikmenn sem styrkja liðið okkar mikið. Það er samt ekki afsökun að fela sig á bak við það, við getum gert betur, eigum að gera betur og erum vanir að gera betur."

Ástbjörn Þórðarson var keyptur til Keflvíkur frá KR, en það var tilkynnt í gær.

„Hann eykur samkeppnina í hópnum okkar. Hann hefur mest verið hægri bakvörður, en hann er fjölhæfur og getur leyst margar stöður. Hann hefur reynslu úr Pepsi Max-deildinni, einn af örfáum leikmönnum okkar sem hefur reynslu úr þeirri deild."

„Það er stórt skref að fara upp á milli deilda. Við þurfum að vera þolinmóðir og hjálpa strákunum að aðlagast því," sagði Siggi Raggi en hann á von á frekari styrkingu á næstunni.
Athugasemdir
banner
banner
banner