Arsenal og Man Utd vilja Adeyemi - Stórveldi á eftir miðjumanni AZ - PSG vill Vinícius á frjálsri sölu 2027 - Newcastle skoðar Trafford
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
Þjálfari Fortuna: Því ætla ég ekki að svara
Nik: Ég hef heyrt að hann sé hræðilegur
banner
   lau 23. janúar 2021 15:18
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Siggi Raggi: Margt sem við getum lært á leiknum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þeir eru komnir lengra en við og það var mikill munur á liðunum í dag," sagði Sigurður Ragnar Eyjólfsson, annar af aðalþjálfurum Keflavíkur, eftir 6-1 tap gegn Breiðabliki í Fótbolta.net mótinu í dag.

Keflavík, sem leikur í Pepsi Max-deildinni næsta sumar, vann FH 2-1 um síðustu helgi en var kippt niður á jörðina í dag.

„Það er margt sem við getum lært á leiknum. Það er ágætt stundum að fá á kjaftinn og sjá hvað maður getur bætt sig í og lært af. Við vitum að Blikarnir eru sennilega besta 'possession' liðið á Íslandi í dag, eru taktískt góðir og með ótrúlega breiðan leikmannahóp. Við vorum í smá basli í dag."

„Það eru margir mánuðir í mót ennþá, og nægur tími til að styrkja liðið. Okkur vantar svo sem okkar erlendu leikmenn sem styrkja liðið okkar mikið. Það er samt ekki afsökun að fela sig á bak við það, við getum gert betur, eigum að gera betur og erum vanir að gera betur."

Ástbjörn Þórðarson var keyptur til Keflvíkur frá KR, en það var tilkynnt í gær.

„Hann eykur samkeppnina í hópnum okkar. Hann hefur mest verið hægri bakvörður, en hann er fjölhæfur og getur leyst margar stöður. Hann hefur reynslu úr Pepsi Max-deildinni, einn af örfáum leikmönnum okkar sem hefur reynslu úr þeirri deild."

„Það er stórt skref að fara upp á milli deilda. Við þurfum að vera þolinmóðir og hjálpa strákunum að aðlagast því," sagði Siggi Raggi en hann á von á frekari styrkingu á næstunni.
Athugasemdir
banner
banner
banner