Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 23. janúar 2021 08:15
Victor Pálsson
Wilshere bjóst aldrei við að spila í Championship
Mynd: Getty Images
Jack Wilshere hefur viðurkennt það að hann hafi aldrei búist við því að spila í næst efstu deild Englands eftir ansi góða byrjun á ferlinum.

Wilshere var lengi mikilvægur hluti af liði Arsenal en meiðsli settu stórt strik í reikninginn og kvaddi hann félagið að lokum.

Englendingurinn var síðast á mála hjá West Ham í efstu deild en þar var það sama upp á teningnum og var þeim samningi rift.

Nú hefur Wilshere skrifað undir samning við Bournemouth í næst efstu deild og mun hjálpa liðinu í að komast aftur í deild þeirra bestu.

„Ég hef ekki spilað í Championship-deildinni eða reynt að komast upp áður. Ef þú hefðir spurt mig fyrir tíu árum hefði ég aldrei hugsað út í að vera í þessari stöðu. Ég hefði bara sagt nei," sagði Wilshere sem er 29 ára gamall.

„Ég er þó kominn hingað bæði tilbúinn og einbeittur og vil hjálpa Bournemouth að komast aftur upp í efstu deild."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner