Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   sun 23. janúar 2022 18:58
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Ættuð að ræða við dómarann og biðja hann um að útskýra"
Patrick Vieira.
Patrick Vieira.
Mynd: EPA
Patrick Vieira, stjóri Crystal Palace, var allt annað en sáttur eftir tap gegn Liverpool í ensku úrvalsdeildinni í dag.

Liverpool var með tveggja marka forystu í hálfleik en Palace menn voru sterkir seinni hluta fyrri hálfleiks. Þeir héldu uppteknum hætti í upphafi síðari hálfleiks og náðu að minnka muninn.

Þegar skammt var eftir af leiknum - er Palace var að reyna að jafna - þá fékk Liverpool vítaspyrnu sem Fabinho skoraði úr. Sá dómur var mjög umdeildur. Vieira var allt en sáttur með Kevin Friend, dómara leiksins.

„Ég er mjög pirraður yfir þessari ákvörðun. Þetta er aldrei vítaspyrna. Röng ákvörðun dómarans hefur mikil áhrif á leikinn. Þið ættuð að ræða við dómarann og biðja hann um að útskýra þetta," sagði Vieira.

„Dómararnir áttu alls ekki góðan leik. Þetta gerist oft þegar við erum að mæta stóru félögunum."

Svekkjandi niðurstaða fyrir lærisveina Vieira, sem eru í 13. sæti ensku úrvalsdeildarinnar.

Sjá einnig:
Mjög umdeildur vítaspyrnudómur - „Fáránleg ákvörðun"
Athugasemdir
banner