Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 23. janúar 2022 05:55
Elvar Geir Magnússon
Afríkukeppnin í dag - 16 liða úrslit hefjast
Kelechi Iheanacho, sóknarmaður Nígeríu, fagnar marki.
Kelechi Iheanacho, sóknarmaður Nígeríu, fagnar marki.
Mynd: EPA
Útsláttarkeppni Afríkukeppninnar hefst í dag með tveimur leikjum; Búrkína Fasó gegn Gabon og Nígería gegn Túnis.

Búrkína Fasó og Gabon mætast í fyrsta sinn síðan 2017 en þá gerðu þjóðirnar 1-1 jafntefli. Gabon er án Pierre-Emerick Aubameyang sem yfirgaf hópinn og hélt til London vegna heilsuvandamála.

Nígería vann D-riðilinn en Túnis hefur ekki sýnt mikið á mótinu og náði að komast í 16-liða úrslitin í gegnum þriðja sætið í sinum riðli.

Sunnudagur 23. janúar
16:00 Búrkína Fasó - Gabon
19:00 Nígería - Túnis

Mánudagur 24. janúar
16:00 Gínea - Gambía
19:00 Kamerún - Kómoreyjar

Þriðjudagur 25. janúar
16:00 Senegal - Grænhöfðaeyjar
19:00 Marokkó - Malaví

Miðvikudagur 26. janúar
16:00 Fílabeinsströndin - Egyptaland
19:00 Malí - Miðbaugs-Gínea
Athugasemdir
banner
banner
banner