Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   sun 23. janúar 2022 19:37
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Conte segir bilið mikið: Ekki auðvelt að finna lausn á stuttum tíma
Antonio Conte.
Antonio Conte.
Mynd: EPA
Antonio Conte, stjóri Tottenham, var svekktur að tapa gegn Chelsea í dag, en segir að það sé ákveðinn getumunur á milli þessara tveggja liða.

„Ég er stoltur af því hversu mikið við lögðum okkur fram, en stundum er það ekki nóg, sérstaklega gegn liðum eins og Chelsea," sagði Conte.

„Það er mikill munur á okkur og bestu liðunum."

Félagaskiptamarkaðurinn er opinn núna og hefur Spurs ekkert verslað til þessa. Conte var spurður út í möguleg leikmannakaup eftir leikinn í dag.

„Félagið veit mína skoðun. Einn gluggi mun ekki loka bilinu. Það er ekki auðvelt að finna lausn á stuttum tíma."

Conte segir að það þurfi mörg ár fyrir Tottenham til að brúa þetta bil. Spurs er í Meistaradeildarbaráttunni núna. „Ég nýt þess að vera hjá Tottenham. Við höfum fjóra mánuði til að ná sem bestum úrslitum."

Ótrúlegur dómur
Conte var ekki sammála dómaranum að dæma brot þegar Harry Kane skoraði í fyrri hálfleik.

„Ég vil ekki tjá mig mikið um ákvörðum dómarans, en að dæma þetta mark ógilt í enskum fótbolta, það fannst mér ótrúlegt," sagði Conte.

Sjá einnig:
Keane ósammála sínum gamla liðsfélaga
Athugasemdir
banner