Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   sun 23. janúar 2022 18:15
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Enginn trúir Dembele - Sagðist vera illt í maganum
Ousmane Dembele.
Ousmane Dembele.
Mynd: EPA
Ousmane Dembele var fjarri góðu gamni á æfingasvæði Barcelona í morgun þegar liðið kom saman fyrir leik sinn gegn Alaves í spænsku úrvalsdeildinni. Leikurinn hefst klukkan 20:00 í kvöld.

Dembele átti að mæta en lét félagið svo vita að hann gæti það ekki. Honum væri illt í maganum.

Spænski fjölmiðillinn AS segir að enginn hjá félaginu trúi honum og því eigi hann von á sekt fyrir brot á reglum þjálfarans, Xavi.

Þess má geta að þetta er ekki í fyrsta sinn sem Dembele mætir ekki á æfingasvæðið vegna 'magavandamála'. Árið 2018 missti hann af æfingu og sagðist þá vera illt í maganum en í spænskum fjölmiðlum var fjallað um það að hann hefði verið að spila tölvuleiki langt fram á nótt og gleymt að stilla vekjaraklukkuna.

Barcelona vill losa sig við hann
Barcelona hefur skipað Dembele að yfirgefa félagið áður en janúarglugginn lokar, þar sem hann hefur ekki viljað skrifa undir nýjan samning. Hann vill fá hærri laun en Barcelona - sem hefur átt í miklum fjárhagsvandræðum - getur boðið honum.

Hinn 24 ára gamli Dembele hafnaði samningstilboði frá Barcelona á dögunum og hefur ekkert gengið að semja við hann. Hann verður samningslaus næsta sumar og getur þá farið frítt frá félaginu.

Dembele gekk í raðir Barcelona frá Borussia Dortmund árið 2017 fyrir 135 milljónir evra. Hann hefur ekki staðið undir væntingum og verið mikið meiddur.
Athugasemdir
banner
banner
banner