Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   mán 23. janúar 2023 12:30
Elvar Geir Magnússon
Gerir Chelsea aðra atlögu að Enzo?
Enzo Fernandez.
Enzo Fernandez.
Mynd: EPA
Record segir að Chelsea hafi ekki gefið upp vonina um að kaupa argentínska heimsmeistarann Enzo Fernandez frá Benfica.

Þessi 22 ára leikmaður var valinn besti ungi leikmaðurinn á HM.

Sagt er að Chelsea ætli sér að gera aðra tilraun áður en janúarglugganum verður lokað. Áður hafði tilboði upp á 112 milljónir punda verið hafnað en Chelsea vildi borga greiðsluna yfir þriggja ára tímabil.

Enzo fór ekki leynt með það að hann vildi fara en í lok desember gaf Benfica að út að hann yrði áfram hjá félaginu út tímabilið.

Chelsea hefur farið hamförum á leikmannamarkaðnum. Mykhailo Mudryk, Benoit Badiashile, Noni Madueke, Andrey Santos og Joao Felix (á láni) eru allir komnir til Chelsea í þessum glugga en liðið situr í tíunda sæti úrvalsdeildarinnar.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner