Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   sun 23. febrúar 2020 10:30
Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson
Hazard fór meiddur af velli í gær - Ekki með gegn Man City?
Meiðslavandræði Eden Hazard halda áfram.
Meiðslavandræði Eden Hazard halda áfram.
Mynd: Getty Images
Belginn Eden Hazard hefur verið óheppinn með meiðsli eftir að hann færði sig frá Englandi til Spánar síðasta sumar.

Eden Hazard var í byrjunarliði Real Madrid í gærkvöldi sem tapaði gegn Levante, hann fór af velli á 67. mínútu vegna meiðsla.

Þegar skoðað er hvað Hazard hefur spilað marga deildarleiki á tímabilinu sést það greinilega hvað tímabilið hefur verið erfitt fyrir belgíska landsliðsmanninn, hann hefur aðeins spilað 10 deildarleiki af þeim 25 sem Real Madrid er búið að spila.

Hazard snéri aftur á keppnisvöllinn eftir 10 vikna fjarveru um síðustu helgi þegar Real Madrid og Celta Vigo skildu jöfn.

Það er ljóst að þátttaka hans í leiknum gegn Manchester City er í óvissu. Real Madrd tekur á móti Englandsmeisturunum á miðvikudaginn í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar.
Athugasemdir
banner
banner
banner