Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   sun 23. febrúar 2020 14:07
Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson
Lengjubikarinn: ÍA hafði betur gegn Leikni F.
Mynd: Fótbolti.net - Ingunn Hallgrímsdóttir
ÍA 3-0 Leiknir F.
1-0 Gísli Laxdal Unnarsson ('39)
2-0 Viktor Jónsson ('53)
3-0 Sigurður Hrannar Þorsteinsson ('89)
Rautt spjald: Hlynur Sævar Jónsson ('77)
Rautt spjald: Mykolas Krasnovskis ('90)

Fyrsta leik dagsins í Lengjubikarnum er nú ný lokið, þar mættust ÍA og Leiknir F. í Akraneshöllinni.

Skagamenn voru með 1-0 forystu í hálfleik, það var Gísli Laxdal Unnarsson sem sá til þess þegar hann skoraði á 39. mínútu.

Í upphafi seinni hálfleiks kom annað mark heimamanna, það gerði Viktor Jónsson á 53. mínútu.

Skagamenn misstu mann af velli með rautt spjald á 77. mínútu, þrátt fyrir það náðu þeir að skora þriðja markið. Þriðja markið skoraði Sigurður Hrannar Þorsteinsson þegar ein mínúta var eftir af venjulegum leiktíma.

Lokatölur 3-0 sigur Skagamanna á Leikni F. Þetta eru fyrstu stig ÍA í keppninni í ár þar sem þeir töpuðu gegn KR í fyrsta leiknum. Leiknir F. er með eitt stig eftir jafntefli við Aftureldingu í fyrstu umferð.

Markaskorarar af urslit.net
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner