Drátturinn í 16-liða úrslit Sambandsdeildar Evrópu fór fram klukkan 12:00 í dag.
Kristian Nökkvi Hlynsson og félagar hans í Ajax fá verðugt verkefni en liðið mætir sterku liði Aston Villa á meðan Hákon Arnar Haraldsson og hans menn í Lille fara til Austurríkis og spila þar við Sturm Graz.
Leikirnir fara fram 7. og 14. mars.
Hægt er að sjá dráttinn í heild sinni hér fyrir neðan.
Drátturinn:
Servette - Viktoria Plzen
Ajax - Aston Villa
Molde - Club Brugge
Dinamo Zagreb - PAOK
Maccabi Haifa - Fiorentina
Union SG - Fenerbahce
Sturm Graz - Lille
Olympiakos - Maccabi Tel Aviv
Athugasemdir