Man City gerir tilboð í Olmo - Barcelona reynir líka að fá spænska landsliðsmanninn - Wan-Bissaka vill ekki fara til West Ham
   fös 23. febrúar 2024 10:22
Brynjar Ingi Erluson
Enn óljóst hvort Nunez og Salah verði með á sunnudag - Fjórir leikmenn frá keppni næsta mánuðinn
Það er óvíst hvort Salah verði með
Það er óvíst hvort Salah verði með
Mynd: Getty Images
Alisson er frá í mánuð
Alisson er frá í mánuð
Mynd: Getty Images
Óvíst er hvort Darwin Nunez, Mohamed Salah og Dominik Szoboszlai verði klárir fyrir leik Liverpool og Chelsea í úrslitaleik enska deildabikarsins á sunnudag, en þetta sagði Pep Lijnders, aðstoðarþjálfari Liverpool, á blaðamannafundi í dag. Fjórir leikmenn liðsins verða þá frá næsta mánuðinn.

Leikmennirnir voru ekki með Liverpool í 4-1 sigrinum á Luton á dögunum, en allir eru að glíma við smávægileg meiðsli.

Vonast var eftir frekari upplýsingum á blaðamannafundinum í dag en Lijnders var þögull sem gröfin.

„Við verðum að bíða og sjá með Dominik, Darwin og Mo. Við höfum tvo daga. Við munum æfa í dag og á morgun, þannig við munum athuga hvort þeir geti verið viðstaddir. Ef ég á að vera hreinskilinn þá væri það frábært,“ sagði Lijnders er hann var spurður hvort þeir gætu verið með á sunnudag.

Lijnders staðfesti þá að þeir Diogo Jota, Trent Alexander-Arnold, Curtis Jones og Alisson yrðu frá næsta mánuðinn.

„Alisson verður frá alveg þangað til eftir landsleikjatörnina vegna vöðvameiðsla. Curtis Jones tognaði á ökkla og er sama staða á honum. Liðsbandsmeiðsli í ökkla hjá Trent og í hné Jota. Ég segi eftir landsleikjatörn þar sem við erum ekki alveg klárir [á tímarammanum],“ sagði Lijnders.

Þetta er gríðarlegt högg fyrir Liverpool, sem er enn inn í öllum keppnum. Liverpool er á toppnum í deildinni, komið í 16-liða úrslit Evrópudeildarinnar, úrslitaleik deildabikarsins og 16-liða úrslit enska bikarsins.
Athugasemdir
banner
banner
banner