Man City gerir tilboð í Olmo - Barcelona reynir líka að fá spænska landsliðsmanninn - Wan-Bissaka vill ekki fara til West Ham
   fös 23. febrúar 2024 13:15
Brynjar Ingi Erluson
Styttist í endurkomu Jesus og Partey
Thomas Partey hefur aðeins spilað fjóra leiki á tímabilinu
Thomas Partey hefur aðeins spilað fjóra leiki á tímabilinu
Mynd: EPA
Gabriel Jesus og Thomas Partey ættu að snúa aftur á völlinn með Arsenal á næstu vikum en þetta staðfesti Mikel Arteta, stjóri liðsins, á blaðamannafundi í dag.

Partey hefur ekkert komið við sögu síðan í október en alls hefur hann spilað fjóra leiki á tímabilinu.

Hann hefur glímt við meiðsli aftan í læri en er að færast nær endurkomu eins og Gabriel Jesus, sem hefur verið frá í síðustu leikjum vegna meiðsla á hné.

Takehiro Tomiyasu verður hinsvegar ekki með Arsenal í næstu leikjum vegna meiðsla í kálfa.

Arteta er þá að vonast til að hollenski varnarmaðurinn Jurrien Timber nái að koma við sögu áður en tímabilið er á enda. Timber sleit krossband í fyrsta deildarleik sínum með Arsenal en hann kom til félagsins frá Ajax síðasta sumar.

„Ég vona það virkilega. Honum gengur mjög vel og mun hann byrja að æfa aðeins með okkur í næstu viku og síðan verðum við bara að sjá. Vonandi er svarið já.

„Það hefur verið mikill söknuður af nokkrum stórum leikmönnum og það er enn þannig, en við verðum að aðlagast því. Við vitum hvaða áhrif þeir geta haft þegar hópurinn er í lagi,“
sagði Arteta.
Athugasemdir
banner
banner
banner