Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 23. mars 2020 11:29
Magnús Már Einarsson
Haukar vilja halda ársþing KSÍ
Frá ársþingi hjá KSÍ.
Frá ársþingi hjá KSÍ.
Mynd: KSÍ
Knattspyrnudeild Hauka hefur lýst yfir áhuga á að halda ársþing KSÍ í febrúar á næsta ári. Þetta kemur fram í fundargerð frá stjórnarfundi KSÍ í síðustu viku.

„Fulltrúar Hauka hafa þegar fundað með starfsmönnum KSÍ og ljóst er að allar aðstæður hjá Haukum uppfylla þær kröfur sem gerðar eru og hafa Haukar lagt fram gögn þar að lútandi," segir í fundargerðinni.

„Stjarnan hefur einnig lýst yfir áhuga á að halda ársþingið. Ekki eru fordæmi fyrir því að félög á höfuðborgarsvæðinu hafi haldið ársþing og rýna þarf málið betur."

Víkingur Ólafsvík hélt ársþing KSÍ í febrúar síðstliðnum og ánægja var með það þing.

„Stjórn KSÍ lýsti yfir mikilli ánægju með framkvæmd ársþingsins í Ólafsvík og færir heimamönnum sérstakar þakkir fyrir þeirra miklu vinnu við undirbúning og framkvæmd. Þá færir stjórn þakkir til starfsmanna fyrir þeirra framlag," segir í fundargerðinni.

Ársþingið var í Vestmannaeyjum árið 2017 og Akureyri árið 2014 en samþykkt hefur verið að ársþingið árið 2023 verði á Ísafirði.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner