Bayern München gæti gert óvænt tilboð í Rashford - Liverpool hafnaði fyrirspurn Bayern um Díaz og ætlar ekki að selja hann
   mán 23. mars 2020 17:10
Magnús Már Einarsson
Kemur kórónaveiran í veg fyrir félagaskipti Werner til Englands?
Kórónaveiran gæti komið í veg fyrir að Timo Werner, framherji RB Leipzig, fari í ensku úrvalsdeildina í sumar.

Hinn 24 ára gamli Werner hefur verið orðaður við Liverpool, Chelsea, Manchester United og fleiri ensk félög.

Óvíst er hvenær deildarkeppnir klárast í sumar og þá mun kórónaveiran einnig hafa áhrif á fjárhag enskra félaga. Það gæti komið í veg fyrir að Werner fari til Englands í sumar.

„Það er klárt að Timo hefur vakið áhuga hjá öðrum félögum fyrir frábærar frammistöður, mörk og stoðsendingar," sagði Markus Krosche, yfirmaður íþróttamála hjá Leipzig.

„England er í sömu vandræðum og við. Krísan hefur ekki bara áhrif á eina deild, þetta hefur alþjóðleg áhrif og við getum ekki sagt til um það hvort að hlutirnir verði eins eftir sex mánuði."
Athugasemdir
banner