mán 23. mars 2020 17:00
Magnús Már Einarsson
Mancini segir Emerson að fara frá Chelsea
Roberto Mancini, landsliðsþjálfari Ítalíu, vill sjá Emerson Palmieri yfirgefa Chelsea til að fá að spila meira.

Hinn 25 ára gamli Emerson hefur einungis byrjað einn leik í ensku úrvalsdeildinni frá áramótum.

Mancini vill að hann komi heim og spili í Serie A til að geta barist um byrjunarliðssæti í ítalska landsliðinu fyrir EM á næsta ári.

„Það væri gott ef Emerson Palmieri, sem hefur ekki spilað mikið emð Chelsea, gæti komið og spilað á Ítalíu," sagði Mancini.
Athugasemdir
banner