
Ísland var sem höfuðlaus her í Bosníu í kvöld og tapaði afskaplega verðskuldað 3-0 fyrir heimamönnum. Það er erfitt að finna nokkurn jákvæðan punkt eftir þennan leik.
Hér má sjá einkunnagjöf Fótbolta.net eftir þetta afhroð.
Hér má sjá einkunnagjöf Fótbolta.net eftir þetta afhroð.
Rúnar Alex Rúnarsson 5
Hélt okkur á lífi í byrjun leiks og ekki er hægt að skrifa fyrstu tvö mörkin að nokkru leyti á hann. En þriðja markið kom ekki úr góðu skoti og þar má gera meiri kröfu á hann.
Guðlaugur Victor Pálsson 3
Var að reyna að stjórna og öskra menn áfram. Allt gekk á afturfótunum í varnarleiknum en spurning hvort Guðlaugur Victor hefði ekki nýst betur miðsvæðis á vellinum?
Daníel Leó Grétarsson 2
Varnarleikurinn var algjörlega úti á túni og miðverðirnir voru alls ekki að ná saman. Það stóð ekki steinn yfir steini í öftustu línu og Daníel var í vandræðum frá upphafsflauti.
Hörður Björgvin Magnússon 3
Reyndasti landsliðsmaður okkar í vörninni náði ekki að stíga upp í þessum leik.
Davíð Kristján Ólafsson 2
Mun fá martraðir tengdar Amar Dedic í nótt. Besti leikmaður Bosníu lék Davíð og varnarmenn Íslands ansi grátt.
Arnór Ingvi Traustason 3
Óhætt að segja að uppstilling Arnars hafi verið tilraun sem gekk engan veginn upp og Arnór átti í miklum vandræðum.
Jóhann Berg Guðmundsson 4
Okkur gekk illa að koma einum okkar besta leikmanni inn í þennan leik. Átti öfluga marktilraun í seinni hálfleik en heimamenn voru þegar komnir þremur mörkum yfir.
Hákon Arnar Haraldsson 2
Alls ekki dagurinn hans Hákons sem sást lítið og missti svo jafnvægið þegar markvörður Bosníu reyndi að gefa okkur mark á silfurfati. Það tókst hreinlega ekkert.
Arnór Sigurðsson 5
Arnór var mögulega skásti útileikmaðurinn í fyrri hálfleik. Lagði upp gott færi og átti beinskeytt hlaup. Spes að hann hafi verið fyrsti maður útaf.
Jón Dagur Þorsteinsson 3
Lítið kom út úr því sem Jón Dagur gerði og menn voru ekki að tengja. Kraftlítil frammistaða.
Alfreð Finnbogason 3
Í erfiðri stöðu sem fremsti maður þegar liðið spilar svona illa. Lítið sem ekkert kom úr framherjanum öfluga.
Inn af bekknum:
Mikael Anderson 5
Mikael Egill Ellertsson 5
Spiluðu of lítið til að fá einkunn:
Andri Lucas Guðjohnsen
Stefán Teitur Þórðarson (Ísland)
Athugasemdir