Arsenal leggur fram tilboð - Schick til Englands - Emi á útleið og fer Inzaghi til Sádi?
   fim 23. mars 2023 13:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Hinn eftirsótti Paul Mitchell verður fljótlega án félags
Englendingurinn Paul Mitchell er að hætta störfum hjá Mónakó en hann verið yfirmaður fótboltamála hjá félaginu undanfarin ár.

Hann mun formlega hætta þegar nýr einstaklingur verður ráðinn í hans stað.

„Þetta er mjög erfið ákvörðun," sagði Mitchell við franska dagblaðið Nice-Matin. „Ég er búinn að elska að vera hjá félaginu."

Mitchell segir að verkefni sínu sé lokið hjá félaginu. Hann hefur búið fjarri fjölskyldu sinni síðustu árin og stefnir á að vera nær henni núna.

Í samtali við The Athletic árið 2022 viðurkenndi Mitchell að hann vildi snúa aftur í ensku úrvalsdeildina á einhverjum tímapunkti. Hann hefur áður starfað í leikmannamálum fyrir MK Dons, Tottenham og RB Leipzig. Mitchell þykir mjög fær í sínu starfi en hann hefur verið orðaður við Chelsea, Liverpool og Manchester United upp á síðkastið.
Athugasemdir
banner
banner