
Bosnía og Herzegóvína er að vinna íslenska karlalandsliðið, 1-0, þegar rúmar tuttugu mínútur eru búnar af leiknum.
Lestu um leikinn: Bosnía og Hersegóvína 3 - 0 Ísland
Vörníslenska liðsins hefur verið óstyrk í leiknum. Bosníumenn hafa verið að koma sér nokkuð auðveldlega inn í teiginn hjá Íslendingum og var Rúnar Alex Rúnarsson að bjarga vel á fyrstu mínútunum.
Markið kom á endanum. Rade Krunic, leikmaður Milan, gerði það á 14. mínútu. Amar Dedic fór illa með bæði Davíð Kristján Ólafsson og Hákon Arnar Haraldsson áður en hann kom boltanum fyrir markið.
Boltinn datt inn í teiginn og náði Krunic að taka snúning áður en hann skoraði.
Hákon Arnar og Guðlaugur Victor Pálsson eru báðir komnir með spjald. Markið má sjá hér fyrir neðan.
Sjáðu markið
GOAL | ???????? Bósnia 1-0 Islândia ????????
— VAR Tático (@vartatico) March 23, 2023
?? Rade Krunic
???? Eliminatórias da Europic.twitter.com/OJdhsyG9UZ
Athugasemdir