Liverpool vill Summerville - Newcastle reynir við landsliðsmenn - McKenna, Maresca og Frank á blaði Chelsea
banner
   fim 23. mars 2023 18:45
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Var ekkert með í Þjóðadeildinni en fær kallið í kvöld
Icelandair
Arnór Ingvi Traustason
Arnór Ingvi Traustason
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Byrjunarlið Íslands í leiknum gegn Bosníu og Hersegóvínu hefur verið opinberað. Þar má sjá tvo leikmenn sem tóku ekki þátt í Þjóðadeildinni í fyrra. Annar þeirra er Jóhann Berg Guðmundsson og ber fyrirliðabandið. Hinn er Arnór Ingvi Traustason. Það kemur líklega fleirum á óvart að Arnór sé í liðinu en Jóhann. Leikurinn í dag er fyrsti keppnisleikur Jóhanns með landsliðinu síðan í september 2021.

Lestu um leikinn: Bosnía og Hersegóvína 3 -  0 Ísland

Arnór er 29 ára og spilar með IFK Norrköping í Svíþjóð. Hann skipti til sænska félagsins síðasta sumar frá New England Revolution í Bandaríkjunum. Hann á að baki 45 landsleiki og flesta þeirra á kantinum.

Hann var síðast í hópnum í keppnisverkefni fyrir einu og hálfu ári síðan þegar Ísland lék gegn Rúmeníu og Norður-Makedóníu í forkeppni HM. Hann var í kjölfarið með fyrirliðabandið í æfingaleikjum gegn Úganda og Suður-Kóreu í janúar fyrir rúmu ári síðan. Í æfingaleikjunum á Spáni fyrir ári síðan spilaði hann mjög lítið og var ekki aftur í hópnum fyrr en í janúar á þessu ári. Þá var hann einmitt í því hlutverki sem hann mun leysa í dag, lék sem djúpur miðjumaður. Þá stöðu lék hann í fyrri hálfleiknum gegn Eistlandi en gat ekki haldið áfram vegna meiðsla.

Varðandi Jóhann Berg þá spiluðu meiðsli mikið inn í hans fjarveru frá landsliðinu. Arnór Ingvi var hins vegar í stóru hlutverki hjá Norrköping þegar hópurinn fyrir leikinn í Albaníu í september var valinn.

Tveir í byrjunarliðinu komu einungis við sögu í einum leik í Þjóðadeildinni. Það eru þeir Guðlaugur Victor Pálsson og Alfreð Finnbogason sem báðir spiluðu gegn Albaníu í lokaleiknum.
Athugasemdir
banner
banner