Dyche að taka við Forest - Chelsea vill Aghehowa - Njósnarar Barcelona sáu Greenwood fara á kostum
Siggi Hall: Ég er búinn að æfa heima
Túfa um Sigga Lár: Það er ekki í neinum klúbbi ég eða þú
Haddi: Virkilega góður dagur fyrir KA
Kjartan Henry um þjálfarastöðu FH: Mér skilst að það sé búið að ráða í þá stöðu
Siggi Lár ósáttur við viðskilnaðinn: Ég er búinn að reyna að tala við stjórn Vals í allt sumar
Hallgrímur Mar: Var búinn að hugsa um þetta fyrr í leiknum
„Vorum á botninum og höfðum engu að tapa“
Hrannar Snær: Verðum að vona það besta
Segir markmann ÍBV hafa eiginlega kýlt sig og Láka saka sig um dýfur
„Bara eins og maður hafi verið stunginn"
Lárus Orri: Hélt ég myndi ekki standa skælbrosandi á KA vellinum eftir að hafa tapað 5-1
Eiður Aron að flytja suður - „Væri frábært að skilja við liðið í efstu deild og í Evrópukeppni"
Láki fékk rautt - „Finnst allt í lagi að manni sé sýnd virðing“
Jón Þór: Þá skiptir það ekki fokking máli
Óskar lætur stöðutöfluna ekki skilgreina líf sitt - „Sef vel á nóttunni og vakna glaður“
Óskar Borgþórs hótaði að rífa sig úr að ofan - „Það var bara til að æsa aðeins"
Evrópusætið ekki lengur í höndum Breiðabliks - „Ömurleg tilfinning"
Sölvi Geir virkilega ánægður: Hefur reynst okkur erfiður útivöllur í gegnum tíðina
Samantha: Vildum sýna að við eigum titilinn skilið
Guðni: Hún mun nýtast land og þjóð vel í komandi framtíð
banner
   sun 23. mars 2025 21:12
Sverrir Örn Einarsson
Arnar Gunnlaugs: Ég er ekki að biðja ykkur um að vera þolinmóðir
Icelandair
Arnar kallar skipanir til leikmanna í kvöld
Arnar kallar skipanir til leikmanna í kvöld
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það var bara vont að horfa á þetta. Við byrjuðum vel og maður hélt að það myndi kannski gefa okkur góða innspýtingu en svo voru þeir bara miklu betri.“ Sagði svekktur landsliðsþjálfari Íslands Arnar Gunnlaugsson eftir 3-1 tap Íslands gegn Kósóvó í síðari leik liðanna í umspili um sæti í B-deild Þjóðardeildar Evrópu. Tapið í kvöld og samanlegt 5-2 tap þýðir að Ísland er fallið í C-deild en Kósóvó leikur í B-deild. Arnar hélt áfram.

„Engar afsakanir hvað það varðar. Þeir stigu bara fastar en við í alla bolta og þetta voru bara grundvallaratriði í leiknum sem fóru forgörðum hjá okkur hvað sem veldur. Engar afsakanir frá mér við töpuðum bara fyrir betra liði í dag.“

Liðsuppstilling Arnars var talsvert rædd en varnarlína liðsins var nokkuð óhefðbundin með Stefán Teit Þórðarson miðjumann í miðverði og Ísak Bergmann Jóhannesson miðjumann í vinstri bakverði. Sér Arnar eitthvað eftir því að hafa stillt liðinu svona upp?

„Það fer eftir því hvernig þú lítur á það. Auðvitað sér maður eftir því eftir að hafa tapað leiknum en það er betra að komast að ákveðnum hlutum núna frekar en í haust þegar alvaran byrjar. Þetta er tímabil þessir tveir leikir og mögulega næstu tveir þar sem menn eru að prófa sig áfram. Ég er ekkert að biðja ykkur (blaðamenn) að vera þolinmóðir en ég er að biðja leikmenn um að vera þolinmóðir og hafa trú á þessu og svo verðum við klárir í haust, ég hef alltaf sagt það, “

Hvernig mat Arnar frammistöðu liðsins í kvöld miðað við tapið í Kósóvó í fyrri leiknum síðastliðin fimmtudag?

„Seinni hálfleikurinn var allt í lagi ég var ánægður með hann. Svo fáum við á okkur soft rautt spjald og þá er leikurinn í raun búinn. Fyrri hálfleikurinn var mikil vonbrigði. Leikurinn í Kósóvó þegar ég var búinn að horfa á hann aftur þá var hann betri en ég hélt. Margir góðir hlutir í honum Þess vegna var ég svolítið svekktur með hvernig við tókumst á við að vera 1-0 yfir eftir eina mínútu. En svona er þetta, við getum talað um taktík og tækni í allan dag og allt kvöld en stundum þarf bara að bretta upp ermarnar.

Um rauða spjaldið sem Aron Einar Gunnarsson fékk að líta sagði Arnar.

„Það var bara absúrd. Ég hélt að gamli vinur minn VAR myndi bjarga okkur þarna. Maður sér þetta í hverjum einasta langa bolta fram að senter og varnarmaður grípa um hvorn annan, En það breytir svo sem ekki öllu. Við óskum bara Kósóvó til hamingju, þeir voru bara betri en við þetta er ekkert flóknara en það. Það þýðir því ekkert fyrir okkur að vera kvarta og kveina yfir mögulega,ef og hefði ekki verið rautt spjald. Stundum er ekki gott heldur að vera í einhverjum blekkingarleik og halda honum áfram. Við töpuðum bara fyrir betra liði.“

Umræðan eftir leik hefur snúist mikið til um varnarleik og var Arnar hreinlega spurður. Eigum við nægjanlega marga varnarmenn?

„Ekki beint varnarmenn eins og við vorum vanir í gamla daga það er hreinræktaða eins og Kára, Ragga og Sölva og svo getum við farið lengra aftur í tímann. En ég var að fara að tala um þetta við strákanna um það lið með alla þessu frábæru vörn. Þeir áttu erfitt með að tengja saman sendingar. Það lið vann á sterkum varnarleik, ótrúlegu hjarta og vilja. Við erum ekki með það lið lengur og verðum að reyna nýja hluti að halda boltanum aðeins lengur en að sama skapi verðum við að verjast á einhvern hátt. Þetta var ekki boðlegt það sem við sýndum í fyrri hálfleik.“

„Menn að spila út úr stöðu en það er bara nútíma fótbolti. Við sjáum það um hverja helgi hjá bestu liðunum að stundum lendir þú í því að spila út úr stöðu. Svo fara menn að tala um að þeim sé engin greiði gerður og ég skil þá umræðu mjög vel en það á samt ekki að vera nein afsökun til að taka sig ekki á í grundvallaratriðum leiksins.“

Allt viðtalið við Arnar má sjá í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner