Man Utd reynir við Branthwaite - Slot hefur áhuga á Watkins - Sesko efstur á blaði Arsenal
   þri 23. apríl 2024 14:23
Elvar Geir Magnússon
„Ætti að vera í umræðunni að hætta með VAR“
Gary O'Neil lætur í sér heyra.
Gary O'Neil lætur í sér heyra.
Mynd: Getty Images
Gary O'Neil stjóri Wolves segir að það ætti að vera í umræðunni að hætta með VAR í ensku úrvalsdeildinni. Úlfarnir hafa fengið sinn skerf af VAR ákvörðunum gegn sér á tímabilinu og fengið nokkrar afsökunarbeiðnir.

„Tæknin virðist ekki hafa gert hlutina skýrari eins og vonast var eftir. Ég efast stórlega um að þeir séu að íhuga að hætta með VAR en mér finnst að það ætti að vera í umræðunni," segir O'Neil.

„Ég bjóst alltaf við því að VAR myndi vera góð viðbót í leikinn en það hefur ekki reynst eins vel og ég bjóst við."

VAR hefur mikið verið í umræðunni síðustu daga en forráðamenn Nottingham Forest eru alls ekki ánægðir með að hafa ekki fengið víti í tapi gegn Everton á sunnudag. Dómarayfirvöldin á Englandi hafa samþykkt að leyfa félaginu að fá að heyra upptökur af samskiptum dómarans við VAR herbergið í þessum atvikum.

Athugasemdir
banner