Búast við að De Bruyne skrifi undir - Chelsea vill kaupa Trafford - Thiago spilandi aðstoðarþjálfari Barca - PSG býður 100 milljónir fyrir...
   þri 23. apríl 2024 22:35
Brynjar Ingi Erluson
Ítalski bikarinn: Juventus í úrslit þrátt fyrir tap
Arkadiusz Milik kom Juventus áfram
Arkadiusz Milik kom Juventus áfram
Mynd: EPA
Lazio 2 - 1 Juventus
1-0 Valentin Castellanos ('12 )
2-0 Valentin Castellanos ('48 )
2-1 Arkadiusz Milik ('83 )

Juventus mun leika til úrslita um ítalska bikarinn þrátt fyrir að hafa tapað fyrir Lazio, 2-1, á Ólympíuleikvanginum í Róm í kvöld.

Þeir svörtu og hvítu mættu inn í leikinn með 2-0 forystu en voru nálægt því að kasta því frá sér.

Argentínumaðurinn Valentin Castellanos skoraði með skalla eftir hornspyrnu Luis Alberto á 12. mínútu.

Undir lok hálfleiksins komst Castellanos einn í gegn en Mattia Perin varði með löppunum. Argentínumaðurinn náði að bæta við öðru marki Lazio snemma í síðari hálfleik með skoti neðst í vinstra hornið og jafnaði einvígið.

Sjö mínútum fyrir lok venjulegs leiktíma kom markið sem Juventus þurfti. Timothy Weah fékk boltann hægra megin í teignum og tók fast skot, sem varð að glæsilegri sendingu á Arkadiusz Milik og þaðan í netið.

Juventus vann því samanlagt, 3-2, og mætir annað hvort Fiorentina eða Atalanta í úrslitum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner