Newcastle vill læra af síðasta sumri - Arsenal í baráttu við PSG um leikmann - Man Utd búið að krækja í ungan leikmann
   mið 23. apríl 2025 07:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Viktor Már í KV (Staðfest)
Mynd: KV
Viktor Már Heiðarsson er genginn til liðs við KV en hann kemur til liðsins frá Magna.

Viktor er uppalinn í Einherja og hóf meistaraflokksferil sinn þar árið 2017 í 3. deild. Hann á einn leik með KA í efstu deild árið eftir en færði sig síðan til Magna.

Hann á að baki 135 leiki á ferlinum og skorað sex mörk.

Hann mun nú taka slaginn með KV í 3. deildinni í sumar. Liðið hafnaði í 8. sæti í 3. deild síðasta sumar.


Athugasemdir