Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   fim 23. maí 2019 06:00
Elvar Geir Magnússon
René Joensen á leið frá Grindavík - Fer til Heimis
Rene Joensen
Rene Joensen
Mynd: Fótbolti.net - Bára Dröfn Kristinsdóttir
Færeyskir fjölmiðlar segja að færeyski landsliðsmaðurinn René Joensen sé á förum frá Grindavík og muni í sumar ganga í raðir HB, liðsins sem Heimir Guðjónsson þjálfar.

HB er ríkjandi Færeyjameistari og hefur verið að leita að liðsstyrk á miðsvæðið.

Þetta kemur fram á in.fo en sagt er að René sé ekki fullkomlega ánægður í Grindavík og vilji fara.

Samningur hans við Grindavík rennur út eftir tímabilið en samkvæmt fréttum vill HB fá hann sem fyrst, glugginn í Færeyjum opnar 15. júní.

HB er á leið í forkeppni Meistaradeildarinnar og vill fá René til sín fyrir þá baráttu.

René Joensen er 26 ára kantmaður og er á sínu þriðja tímabili með Grindavík. Hann hefur leikið alla fimm leiki liðsins í Pepsi Max-deildinni til þessa.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner