Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fim 23. maí 2019 09:45
Elvar Geir Magnússon
Terry ræðir við Boro - Cancelo færist nær Man City
Powerade
John Terry.
John Terry.
Mynd: Getty Images
Cancelo til Englands?
Cancelo til Englands?
Mynd: Getty Images
Lukaku til Ítalíu?
Lukaku til Ítalíu?
Mynd: Getty Images
Slúðrið er mætt! Á hverjum degi rýnum við í hvað ensku götublöðin (og miðlar víðar um Evrópu) eru að fjalla um. Allt í boði Powerade.

John Terry, fyrrum fyrirliði Chelsea og enska landsliðsins, er í viðræðum við Middlesbrough um að gerast nýr stjóri liðsins. Terry er nú aðstoðarstjóri Aston Villa. (TalkSport)

Manchester City er nálægt því að fá portúgalska bakvörðinn Joao Cancelo (24) hjá Juventus. Hann er metinn á 53 milljónir punda af Ítalíumeisturunum. (Record)

Atletico Madrid og Napoli hafa áhuga á enska bakverðinum Kieran Trippier (28) hjá Tottenham. (Mirror)

Rafael Benítez, stjóri Newcastle, hefur enn ekki komist að samkomulagi um nýjan samning. Gildandi samningur hans rennur út í sumar. (Guardian)

Newcastle United mun bjóða Sean Longstaff (21) nýjan samning. Miðjumaðurinn hefur verið orðaður við Manchester United. (Star)

Manchester United gæti gert tilboð í Gianluigi Donnarumma (20) hjá AC Milan vegna óvissunnar um framtíð David de Gea (28) á Old Trafford. (Calciomercato)

Argentínumaðurinn Sergio Romero (32) verður gerður að aðalmarkverði United ef De Gea fer í sumar. United hyggst ekki eyða miklu í að fá inn nýjan markvörð. (Mail)

Christian Benteke (28), sóknarmaður Crystal Palace gæti elt Marouane Fellaini (31) og farið til Shandong Luneng Taishan í Kína. (Times)

Tottenham hefur gert 10 milljóna punda tilboð í vængmanninn Jack Clarke (18) hjá Leeds. (Mail)

Everton, West Ham og Manchester United hafa fengið tækifæri til að fá Kevin Strootman (29) lánaðan frá Marseille. (Sky Sports)

Antonio Conte mun reyna að fá Romelu Lukaku (26) frá Manchester United þegar hann verður orðinn stjóri Inter. (Times)

Liverpool er nálægt því að fá pólska markvörðinn Jakub Ojrzynski (16) frá Legia Varsjá. (Liverpool Echo)

Liverpool er á Marbella á Spáni að búa sig undir úrslitaleik Meistaradeildarinnar. Liðið er að reyna að skipuleggja æfingaleik í ferðinni en hefur ekki fundið viðeigandi andstæðing. (Mirror)

Úlfarnir eru að vinna kapphlaupið um sóknarmanninn Moussa Marega (28) hjá Porto. Hann er metinn á 30 milljónir punda. (Mirror)

Burnley mun gera 15 miilljóna punda tilboð í enska varnarmanninn Craig Dawson (29) frá West Brom í Championship. (Sun)

Bournemouth er tilbúið að hlusta á tilboð í enska vængmanninn Jordon Ibe (23). (Mirror)

Graham Potter, nýr stjóri Brighton, vill fá enska bakvörðinn Reece James (19) lánaðan frá Chelsea. (Sun)
Athugasemdir
banner
banner
banner