Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   lau 23. maí 2020 19:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Dembele var næstdýrasti í sögunni - Lækkað gífurlega í verði
Mynd: Getty Images
Barcelona keypti Ousmane Dembele á um 130 milljónir punda sumarið 2017 af þýska félaginu Dortmund. Það gerði hann að næstdýrasta leikmanni sögunnar. Einungis Neymar, sem var seldur það sumar til PSG, var dýrari.

Barca er sagt reiðubúið að leyfa Frakkanum að fara til annars félags fyrir minna en 30% af þeirri upphæð eða 37 milljónir punda.

Dembele hefur ekki náð að blómstra í Katalóníu og hefur hann einungis spilað níu leiki á þessari leiktíð og byrjað fimm þeirra. Meiðsli hafa sett stórt strik í reikninginn.

Samtals hefur Dembele spilað 74 leiki og skorað 19 mörk hjá Barca. Félagið er sagt vilja skera niður launakostnaðinn og er Dembele stór liður þar, sagður fá um 200 þúsund pund í vikulaun.

Dembele, sem er 23 ára gamall, er sagður vera á lista hjá PSG en Barca vonar að verðmiðinn heilli félög á Ítalíu eða í Kína.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner