Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   lau 23. maí 2020 07:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ekki tilboð frá Inter í Hakimi: Verður bestur í sinni stöðu
Hakimi hefur verið mjög öflugur fyrir Borussia Dortmund.
Hakimi hefur verið mjög öflugur fyrir Borussia Dortmund.
Mynd: Getty Images
Umboðsmaður Achraf Hakimi, bakvarðar Borussia Dortmund, vísar því á bug að Inter sé að reyna að kaupa leikmanninn.

Hakimi er í láni hjá Dortmund frá Real Madrid. Hann hefur spilað í Þýskalandi undanfarin tvö tímabil og staðið sig mjög vel í hægri bakverðinum.

Hinn 21 árs gamli Hakimi á að snúa aftur til Real Madrid í sumar, en hann hefur verið orðaður við félög eins og Bayern München, Chelsea, Juventus og Paris Saint-Germain.

Hakimi hefur þá verið orðaður sterklega við ítalska úrvalsdeildarfélagið og jafnvel talað um að tilboð sé á borðinu fyrir hann. Umboðsmaður hans neitar því í viðtali við Assahifa.

„Það er ekkert tilboð frá Inter og við munum snúa aftur til Real Madrid eftir tímabilið," sagði Alejandro Camano sem sparar ekki stóru orðin um skjólstæðin sinn.

„Achraf verður besti leikmaður heims í sinni stöðu."

Gera má ráð fyrir því að Real Madrid vilji nota Hakimi á næstu leiktíð þar sem hann hefur þróað leik sinn mikið í Dortmund. Hann verður væntanlega í eldlínunni í dag þegar Dortmund mætir Wolfsburg í þýsku úrvalsdeildinni klukkan 13:30.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner