Man Utd á eftir De Ligt - Greenwood eftirsóttur - Olise nálgast Chelsea - Mourinho vill fá Lindelöf
   fim 23. maí 2024 18:53
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Man Utd ræddi við umboðsmenn McKenna
Mynd: Getty Images

Umboðsmenn Kieran McKenna, stjóra Ipswich, hittu stjórnarmenn Manchester United í síðustu viku til að ræða möguleikann á að McKenna taki við sem stjóri United.


Sky Sports greinir frá þessu en Man Utd er með alla anga úti en hefur ekki tekið ákvörðun um að reka Erik ten Hag.

McKenna hefur áður starfað hjá United en hann var stjóri unglingaliðs félagsins árið 2016. Þá var hann aðstoðarþjálfari aðalliðsins frá 2018-2021 áður en hann tók við Ipswich.

McKenna hefur náð frábærum árangri með Ipswich en liðið mun spila í ensku úrvalsdeildinni á næstu leiktíð eftir að hafa unnið í umspilinu í Championship deildinni.

Hann hefur einnig verið orðaður við Chelsea og Brighton.


Athugasemdir
banner
banner
banner