Smith Rowe og Nelson á förum - Chelsea náði samkomulagi við Aston Villa - Úrvalsdeildarfélög keppast um Abraham - Arsenal vill Nico Williams -...
   fim 23. maí 2024 13:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Var einn allra besti handboltamaður landsins í sínum aldursflokki
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Viktor Bjarki Daðason hefur komið vel inn í lið Fram þegar hann hefur fengið tækifæri í sumar. Viktor er fimmtán ára stór og stæðilegur framherji sem mun ganga í raðir danska risaliðsins FCK í sumar.

Viktor ræddi við Fótbolta.net um liðna helgi. Meðfram fótboltanum æfði hann handbolta allt þar til vorið 2023. Hann var stórskytta, einn allra besti leikmaðurinn í sínum aldursflokki og raðaði t.a.m. inn mörkum í bikarúrslitaleik í 4. flokki; skoraði alls 20 af 37 mörkum Fram gegn Haukum og var valinn mikilvægasti maður leiksins.

„Ég var vinstri skytta," sagði Viktor Bjarki. „Ég hætti í fyrra, en var búinn að ákveða fyrir það tímabil að ég myndi hætta eftir það tímabil og einbeita mér að fótboltanum."

Af hverju fótbolti frekar en handbolti?

„Mér finnst betra að vera úti og skemmtilegra á æfingum (í fótbolta). Maður er frjálsari, ég fílaði ekki lengur að vera í hnoði."

„Það voru ekki allir jafn stórir og ég, en samt alltaf einhverjir. Ég gat nýtt hæðina. Miðað við hæð þá get ég hoppað hátt og er frekar hraður."


Verandi þetta öflugur handboltamaður, sástu ekki fyrir þér að halda áfram í þeirri íþrótt?

„Ég hefði getað það, en mér fannst bara fótboltinn kalla á mig. Ég var alveg ágætur, og pabbi líka. Ég ákvað að fara í fótboltann."

Pabbi Viktors Bjarka er Framarinn Daði Hafþórsson sem var á sínum tíma atvinnumaður í handbolta. Hann lék með þýska liðinu Dormagen. Var hann ekkert að ýta þér í átt að handboltanum?

„Jú, en það var samt þannig að sama hvað ég myndi gera þá myndi hann styðja við mig. Hann styður mig í þessu."

Í viðtali árið 1998 sagði Daði við DV að það leiðinlegasta sem hann gerði væri að vaska upp. Er það eins hjá þér?

„Það er ógeðslega leiðinlegt. Við eigum uppþvottavél heima svo við þurfum ekki mikið að vaska upp. Það er ekki skemmtilegt," sagði Viktor og brosti.
Ungstirnið nýtur þess að spila með Fram - „Ekki til betri tilfinning fyrir mig"
Athugasemdir
banner
banner
banner