Liverpool gæti reynt við Osimhen - PSG ætlar ekki að selja Barcola - Williams orðaður við Arsenal
„Sýnir úr hverju menn eru gerðir þegar það er búið að berja á sér"
Gunnar Már: Sérð það á liðinu að sjálfstraustið er ekkert
Gústi Gylfa eftir fyrsta Breiðholtsslaginn: Ekki slegnir út af laginu
Mætti góðum vini sínum - „Klobbaði hann og þá fékk hann alveg að vita af því"
Jóhann Birnir: Það er akkúrat það sem við ætlum að vera
Árni Freyr: Tel mig og teymið vera nægilega gott til þess að snúa þessu við
Halli Hróðmars: Getum náð í úrslit líka þó að það dynji aðeins á okkur
„Ákváðum þetta í raun bara klukkan hálf ellefu í morgun"
Agla María: Frammistaðan hefur alveg verið betri
Nik Chamberlain: Enginn vafi á því að við myndum vinna þennan leik
Pétur Rögnvalds: Óhress með sjálfan mig
Hulda Ösp: Ég var bara á réttum stað og á réttum tíma
Rakel Grétars: Það gekk ekkert upp
Guðni um endatakmarkið: Rosalegt hungur að gera það í ár
Jói um gula spjaldið: Greinilega mikið að gera hjá dómaranefndinni
Óli Kri: Sólin kemur upp á morgun og það eru fleiri verkefni framundan
Fanndís Friðriks: Þetta er bara ný keppni og okkur langar að vinna þennan titil
Arnar tekur erfiðar ákvarðanir í haust: Ætla að komast á HM með eða án ykkar
Willum: Við fengum fínustu færi og vorum óheppnir
„Alvaran byrjar í haust og þá fer þetta að telja"
banner
   fös 23. maí 2025 21:06
Alexandra Bía Sumarliðadóttir
Óskar Smári: Við grétum aðeins saman ég og systir mín
Kvenaboltinn
Óskar Smári Haraldsson, þjálfari Fram.
Óskar Smári Haraldsson, þjálfari Fram.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Framarar unnu sætan 1-0 sigur á Tindastól í Bestu deild kvenna í kvöld, en sigurmarkið kom á síðustu mínútu uppbótartímans. Óskar Smári Haraldsson, þjálfari Fram sagði tilfinnguna vera góða eftir leik.

„Frammistaðan var mjög góð í fyrri hálfleik, spiluðum mjög góðan fótbolta í fyrri hálfleik, svo svona aðeins droppar levelið hjá okkur í seinni hálfleik. Tilfinningin er góð, skrítin, ég var búin að sætta mig við jafntefli. Mér fannst við vera algjörlega on top í fyrri hálfleik og mér fannst Stólaliðið vera hættulegar þegar leið á leikinn og einhvern veginn var ég bara búinn að sætta mig við stig og alls ekki slæmt að fá stig á móti góðu fótboltaliði eins og Tindastól þannig já ég var mjög ánægður að sjá boltann í netinu, en var einhvern veginn búinn að sætta mig við jafntefli."


Lestu um leikinn: Fram 1 -  0 Tindastóll

Leikurinn í kvöld var sérstakur fyrir þær sakir að Óskar Smári var að mæta sínu uppeldisfélagi og litlu systur sinni, Bryndísi Rut fyrirliða Tindastóls.

„Það var erfitt. Ég er tilfinningavera og við grétum aðeins saman ég og systir mín áðan. Það var bara erfitt og ég vissi ekki að þetta yrði svona, ég átti von á að þetta yrði allt öðruvísi, að þetta yrði gaman og þetta var gaman í dag. En það var erfitt, ég ætla bara að vera heiðarlegur. Ekki bara litla systir mín, líka Donni þjálfari hinum megin þjálfaði mig þegar ég var leikmaður, hann og pabbi hans eiga mjög mikið í mér sem leikmanni þegar ég var að spila sjálfur. Ég væri að ljúga ef ég myndi segja að þetta hafi ekki verið eins og ég hefði viljað sjá það vera. Því þetta var mjög skrítið og dagurinn í dag er búinn að vera sérstakur. Ég er mikil tilfinningavera og það voru miklar tilfinningar í þessu og já þetta var sérstakt," sagði Óskar Smári.

Nánar er rætt við Óskar Smára í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir