Maignan orðaður við Chelsea á ný - West Ham lítur í kringum sig eftir nýjum stjóra - Ensk stórlið vilja Bremer
Gagnrýnin réttmæt - „Auðvitað á hún rétt á sér þegar við eigum að vera í þessari toppbaráttu“
Túfa: Leikurinn sýndi hvert íslenska deildin er komin í dag
Dóri Árna: Sé ekki betur en að Hólmar hoppi upp og slái í boltann - Vona að ég hafi rangt fyrir mér
Gummi Kri um Jökul: Hann gerir töluvert meira gagn þar heldur en upp í stúku
Heimir: Ef það er einhver sem ég vil að fái svona færi þá er það Bjarni, fyrir utan Björn Daníel
Markmiðið sett eftir Bröndby leikinn: „Búnir að standast prófið hingað til“
Þórarinn Ingi: Ég er bara að vinna hérna og hjálpa til eins og ég get
Segir Sigurð besta dómara landsins - „Búinn að fá alveg nóg og lét gamminn geisa“
Gylfi: Tímabært fyrir dómarana að fá VAR hjálp
Hallgrímur Jónasson: Ég fór á háu nóturnar
Óskar Hrafn: Við höfum örlögin í okkar höndum
Láki: Stundum þarf maður að vera pínu bófi
Birnir Snær: Okkur fjölskyldunni líður ótrúlega vel hérna
Alex Freyr: Þurfum að loka svona leikjum 6 til 7-0
Maggi með ákall til stuðningsmanna - „Þurfum að fylla völlinn og búa til alvöru stemningu"
Stefan Ljubicic: Féll allt á einhvern hátt fyrir okkur
Venni: Þetta er bara leikaraskapur og hann kemst upp með það
Ívar Örn: Manni finnst maður oft vera full gamall
Hemmi Hreiðars: Stórkostlegt að vera komnir þetta langt á kornungu liði
Haraldur Freyr: Hjálpar okkur helling að við vorum í þessum leik í fyrra
   lau 23. júní 2018 10:45
Arnar Daði Arnarsson
Hannes: Við höfum oft farið erfiðu leiðina
Icelandair
Hannes svekktur eftir leikinn í gær.
Hannes svekktur eftir leikinn í gær.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Tilfinningin er blönduð. Við erum auðvitað mjög svekktir en að sama skapi erum við í ákveðnum víga hug líka. Við getum ekki beðið eftir næsta leik. Við erum með óbragð í munninum eftir leikinn í gær og erum virkilega gíraðir í að fara og ná fram okkar besta á þriðjudaginn og vinna Króatíu," sagði markvörður íslenska landsliðsins, Hannes Þór Halldórsson í viðtali fyrir æfingu í morgun.

Eftir fínan fyrri hálfleik komust Nígería yfir í leiknum í upphafi seinni hálfleiks.

„Þeir skora þetta mark snemma í seinni hálfleik. Þeir ná að hreinsa eftir langt innkast og okkar vopn snerist í höndunum á okkur þar og þeir ná þessu marki þar sem allt fellur fyrir þeim. Frábær snerting sem hann nær inn í teig og hann smyr boltanum í þaknetið og þar með breytist leikurinn og fer í það spor sem hann mátti eiginlega ekki fara í sem er að leikurinn opnast og við þurfum að fara sækja á þá."

„Við hefðum þurft að skora á þá þegar við höfðum yfirhöndina. Þar með hefði leikurinn fallið í þann farveg sem við vildum þá hefði ég trúað því að við hefðum klárað þennan leik með einhverjum mun. Það er ef og hefði og það er ekkert mál að vera vitur eftir á. Þetta fór svona og þá er ekkert annað í stöðunni en að bretta upp ermar og klára næsta verkefni."

Ísland mætir Króatíu á þriðjudaginn í lokaleik sínum í riðlakeppninni. Ísland þarf nauðsynlega á sigri að halda og treysta á að Argentína vinni Nígeríu, þó ekki með stærri mun en Ísland vinnur Króatíu.

„Ég held að það henti okkur ágætlega að vita það að við þurfum að fara inn í síðasta leikinn og vinna hann. Við höfum oft á síðustu árum verið í þeirri stöðu að vera upp við vegg og gert okkur hlutina aðeins erfiðari. Tek sem dæmi Ungverja leikinn (á EM Í Frakklandi) þar hefðum við getað farið auðvelduleiðina en gerum ekki. Klárum verkefnið í síðasta leiknum. Við töpum fyrir Finnum í undankeppninni og vinnum síðan rest, förum fjallabaksleiðina til að komast áfram. Við höfum oft staðið í þeirri stöðu að þurfa bíta í skjaldarendur og fara erfiðu leiðina og ég hef bullandi trú á að það gerist á þriðjudaginn."

Hannes segir að það þýði ekki að staldra of lengi við úrslit gærdagsins.

„Þetta tekur oft sólarhring að ná svekkelsinu úr sér eftir svona úrslit. Auðvitað erum við hundfúlir. Þetta var dauðafæri sem við fengum til að koma okkur í draumastöðu. Það þýðir ekki að væla yfir því of lengi, mér finnst vera neisti í hópnum. Það er svekkelsi og menn erum með óbragð í munninum og geta ekki beðið eftir því að svara fyrir sig á vellinum," sagði Hannes að lokum.

Viðtalið í heild sinni má sjá í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir