Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   sun 23. júní 2019 20:57
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Copa America: Argentína lagði Katar og fer áfram
Argentína mætir Venesúela í 8-liða úrslitum.
Argentína mætir Venesúela í 8-liða úrslitum.
Mynd: Getty Images
Argentínumenn eru komnir áfram í 8-liða úrslit Suður-Ameríku bikarsins eftir sigur á Katar í kvöld.

Lautaro Martinez kom Argentínu yfir á fjórðu mínútu eftir slæm mistök í vörn Katar. Argentína þurfti að bíða lengi eftir öðru markinu, en það gerði Sergio Aguero á 82. mínútu. Lokatölur 2-0 fyrir Argentínu. Lionel Messi lék allan leikinn.

Argentína fer áfram með fjögur stig. Argentína endar í öðru sæti riðilsins.

Kólumbía vinnur riðilinn með fullt hús stiga. Kólumbía lagði Paragvæ 1-0 á sama tíma og Argentína vann Katar. Mark var dæmt af Kólumbíu í seinni hálfleiknum eftir VAR-skoðun.

Paragvæ endar í þriðja sæti með tvö stig og þar með er ljóst að Perú er komið áfram sem eitt af liðunum í þriðja sæti. Tvö lið í þriðja sæti í riðlakeppninni fara einnig áfram. Það ræðst á morgun hvort Paragvæ eða eitthvað lið úr C-riðli fari einnig áfram.

Argentína mætir Venesúela í 8-liða úrslitunum. Kólumbía mætir annað hvort Úrúgvæ eða Síle.

Katar 0 - 2 Argentína
0-1 Lautaro Martinez ('4)
0-2 Sergio Aguero ('82)

Kólumbía 1 - 0 Paragvæ
1-0 Gustavo Cuellar ('31)


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner